Hérna ætla ég að ræða aðeins um ,,modes”(kirkjutóntegundir) og hvernig ÞÚ getur nýtt þér það. Ég geri ráð fyrir grunn kunnáttu í tónfræði, þekkingu á 5unda hringnum, tónbilum og væga hljómfræði þekkingu.

Þeir sem ekki þekkja til um fimmundarhringinn eða tónbil geta lesið sér til um þau á greinum sem tengdar eru hér að neðan.

Fimmundahringurinn:
http://www.hugi.is/hljodfaeri/articles.php?page=view&contentId=3490189
http://www.hugi.is/hljodfaeri/articles.php?page=view&contentId=3655887

Tónbil:
http://www.hugi.is/hljodfaeri/articles.php?page=view&contentId=3764924

,,Modes” eru, einfaldlega, skalar byggðir á dúr(Ionian, Jónískur) skala. Ég vænti þess að þið þekkið moll, og náttúrulegan moll(aeolian, eolían) skala. Sá skali er í raun partur af þessu ,,mode” kerfi og er í 6. sæti frá dúr.
C dúr skali: 
1 2 3 4 5 6 7 8	
C, D, E, F, G, A, B, C

Þannig er 6. sætið sjötta nótan í dúr skalanum, semsagt A. Þannig hafa C dúr og Amoll sömu nótur og er hægt að spila sóló í Amoll yfir Cdúr.

Ef þú vilt svo búa til skala fyrir hverja einustu nótu í dúr skalanum, frá C og upp í B ertu kominn með þessi ,,mode” eða kirkjutóntegundir.
Nú ætla ég að lista upp öll sætin með nótum sem eru í skalanum en þau eru:
Ionian(dúr)   1 sæti C, D, E, F, G, A, B ,C
Dorian	     2 sæti D, E, F, G, A, B, C, D
Phrygian     3 sæti E, F, G, A, B, C, D, E
Lydian	     4 sæti F, G, A, B, C, D, E, F
Mixolydian    5 sæti G, A, B, C ,D ,E ,F ,G
Aeolian(moll)  6 sæti A, B ,C ,D ,E ,F ,G, A
Locrian     7 sæti B, C, D, E, F, G, A ,B

Þeir sem eru skarpir ættu að vera búnir að taka eftir því að það eru nákvæmlega sömu nótur í öllum skölunum, og jafngilda þær allar hvítu nótunum á hljómborði.
Hver er þá munurinn? Ef þú spilar B locrian yfir Cdúr hljóm er í raun enginn munur heldur en ef þú værir að spila C ionian því þeir hafa sömu nótur og hljóma alveg eins.

Hinsvegar þá er hægt að spila B locrian yfir B hljóm og þá ertu kominn út fyrir dúrinn og færð því allt annan keim. Og ef þú spilar D dorian yfir D hljóm eða E phrygian yfir E hljóm þá ættu skalarnir að hljóma eitthvað í nánd við eftirfarandi lýsingar þó þetta sé auðvitað ekki alveg rétt, fólk þarf bar að fikta með þetta, að spila þessa skala yfir ákveðna hljóma.
Ionian(dúr)  Venjulegt dúr sánd
Dorian	    Grætandi, svolítið notaður í ,,kántrí músík”
Phrygian    Hljómar dálítið drungalega eða dularfullur.
Lydian	    Svolítið glaður, eða sætur.
Mixolydian   Mikið í rokki og blús, dæmi um lag: Bohemian Rapsody.
Aeolian(moll) Venjulegt moll sánd.
Locrian    Hljómar smá austurlenskt.

Altílagi, lítum nú aðeins á tónbilin í þessum skölum.

Ionian(dúr)   1 sæti(dúr)  T, 2M, 3M, 4, 5, 6M, 7M, 8
Dorian	     2 sæti(moll) T, 2M, 3m, 4, 5, 6M, 7m, 8
Phrygian     3 sæti(moll) T, 2m, 3m, 4, 5, 6m, 7m, 8
Lydian	     4 sæti(dúr)  T, 2M, 3M, #4, 5, 6M, 7M, 8
Mixolydian    5 sæti(dúr)  T, 2M, 3M, 4, 5, 6M, 7m, 8
Aeolian(moll)  6 sæti(moll) T, 2M, 3m, 4, 5, 6m, 7m, 8
Locrian     7 sæti(moll) T, 2m, 3m, 4, b5, 6m, 7m, 8
*T stendur fyrir Tonic, eða grunntónn.
* Stórt M þýðir í raun Major eða ,,stór”; en litla m-ið er minor eða ,,lítil”(það er semsagt lítil 3und í dorian skala, en hinsvegar er stór 3und í Myxolydian)

Til að ,,reikna út” hvaða tónar eru í hvaða skala, þarf bara að líta á tónbilin. Ef ég vil spila lydian skalann í F# þá geri ég það svona.

F#, svo er ég með ,,stóra” tvíund, þ.e. stórt tónbil sem gefur mér
F#, G# svo er ég með ,,stóra” þríund og það gefur mér
F#, G# A#, svo er ég aftur með stórt tónbil, þ.e. frá stórri þríund á hækkaða ferund
F#, G#, A#, C, svo er ég með lítið tónbil, frá hækkaðri ferund uppá hreina fimmund
F#, G#, A#, C, C#, aftur er svo stórt tónbil, sem gefur mér
F#, G#, A#, C, C#, D# og svo að lokum aftur stórt tónbil og þá er skalinn kominn.
F#, G#, A#, C, C#, D#, F#, F

Góð æfing er að skrifa upp alla skalana frá hvaða grunntón sem er og spila þá svo.

—- Hljómar

Útaf því að þríundin segir til um hvort viðkomandi hljómur eða skali falli undir flokkinn dúr eða moll þá eru sumir þessara skala dúr en aðrir moll.

Hægt er að nýta sér þetta þegar verið er að spila hljóma, því að ef ionian skali er sá sami og dorian skali, ætti þá hljómur úr ionian og hljómur úr dorian að hljóma vel saman.

Sértu með lag í Cdúr er hægt að spila hljómana
C, Dm7, Em7, Fmaj7, G7, Amoll, Bmaj7/5-(lækkuð 5und, sbr. b5 í locrian fyrir ofan)
Eða eitthvað í þessa átt.

Ég vona að sem flesti hafi skilið mig og að ég hafi útskýrt allt nægilega vel og ítarlega og að þetta geti gagnast ykkur við að semja tónlist eða bara einfaldlega að skilja aðeins meira í tónfræði.

Sé eitthvað sem er ekki nægilega skiljanlegt þá er bara að spyrja.

—-
Ég vona að það séu engar staðreyndar villur þarna, ég las þetta þó nokkuð oft yfir og ætti greinin því að vera laus við villur, hvort sem það sé stafsetningar villur og/eða staðreyndar villur.

Takk fyrir.