Ég hef aldrei tekið eftir neinni grein hérna um gítarplokk. Er það vegna þess að enginn hefur áhuga á því eða er það vegna þess að enginn veit neitt um það? Ég ætla allaveganna að reyna að bæta hvort tveggja upp. Þeir sem líta mest upp til gítarleikara eins og Hendrix, Jimmy Page, Joe Satriani, Steve Vai og þesskonar þurfa kannski ekki mikið á þessu að halda en ef þið hafið áhuga á að spila tónlist eftir eða í stíl við Bob Dylan, Simon & Garfunkel, Nick Drake, Cat Stevens og Bítlana þá er plokk eitthvað sem verður að leggja mikla áheyrslu á.

Ég ætla að byrja á einni æfingu sem gítarkennarinn minn sagði mér frá. Hann sagði að þetta væri langbesta æfingin til að bæta plokkið og að hún væri eitt af því fyrsta sem maður lærði í klassísku námi á gítar.
e:|----------------0--------------
B:|------------0------0-----------
G:|--------0-------------0--------
D:|-------------------------------
A:|-------------------------------
E:|-0-----------------------------

Hérna er putti eitt á lága e'i, putti tvö á g'i, putti þrjú á b'i og putti fjögur á háa e'i(putti eitt=þumall, putti tvö=vísifingur, putti þrjú=langatöng, putti fjögur=baugfingur og putti fimm=litlifingur.)
Munið svo bara að gera þetta jafnt. Eitt af því góða við þessa æfingu er að það er hægt að gera hana allstaðar. Ef þið dempið strengina með vinstri hendinni þá getiði plokkað með hægri hendinni og þá er fínt að stunda æfinguna á meðan þið horfið á sjónvarpið. Hún heldur skemmtanagildinu ekki að eilífu þannig að það er fínt að gera eitthvað annað um leið vegna þess að þá er þetta farið að snúast mest um að þjálfa puttana í að fara hraðar og þá þarf ekki að hugsa mikið, bara gera. Ef þið gerið þetta á hverjum degi í nokkurn tíma mun ég ábyrgjast á að árangurinn sé ekki lengi að sýna sig, allaveganna ef þið eruð ekki góð fyrir.

Þessi æfing er svona almenn æfing og ætti að undirbúa puttana að einhverju leyti undir hvaða plokk sem er. Algengasta plokk aðferðin sem er notuð er svokölluð “Travis picking”. Hún lýsir sér þannig að þumalputtinn er notaður til að plokka bassann en puttar tvö, þrjú og fjögur eru notaðir til að plokka hærri tóna. Það eru til mjög margar útgáfur af þessari aðferð og þær eru mjög miserfiðar. Ef þið viljið heyra mjög týpíska notkun á þessari aðferð þá er Kathy's song með Simon og Garfunkel mjög gott dæmi þó að það sé pínu flóknara en alveg grunnurinn. Dust in the wind er lag sem er næstum bara grunnurinn og þessvegna ætlar næsta æfing að grundvallast á því. Ástæða þess að Dust in the wind er svona þægilegt er að aðeins fjórir miðjustrengirnir(a, d, g og b) eru plokkaðir og hljómaskiptingarnar eru mjög einfaldar. Þannig getiði einbeitt ykkur að því að gera rétt mynstur án þess að hafa áhyggjur af einhverju öðru.
 
intro úr Dust In The Wind
e:|----------------|----------------|----------------|----------------|
B:|-1--------1-----|-0--------0-----|-3--------3-----|-1--------1-----|
G:|------0-------0-|------0-------0-|------0-------0-|------0-------0-|
D:|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|
A:|-3------3-------|-3------3-------|-3------3-------|-3------3-------|
E:|----------------|----------------|----------------|----------------|
                                                  
e:|----------------|----------------|----------------|----------------|
B:|-0--------0-----|-3--------3-----|-1--------1-----|-0--------0-----|
G:|------2-------2-|------2-------2-|------2-------2-|------2-------2-|
D:|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|
A:|-0------0-------|-0------0-------|-0------0-------|-0------0-------|
E:|----------------|----------------|----------------|----------------|
                                                  
e:|----------------|----------------|----------------|----------------|
B:|-3--------3-----|-1--------1-----|-0--------0-----|-3--------3-----|
G:|------0-------0-|------0-------0-|------0-------0-|------0-------0-|
D:|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|
A:|-3------3-------|-3------3-------|-3------3-------|-3------3-------|
E:|----------------|----------------|----------------|----------------|
e:|----------------|----------------|----------------|----------------|
B:|-1--------1-----|-0--------0-----|-3--------3-----|-1--------------|
G:|------2-------2-|------2-------2-|------2-------2-|------2---------|
D:|----2-------2---|----2-------2---|----2-------2---|----2-----------|
A:|-0------0-------|-0------0-------|-0------0-------|-0-------0---2--|
E:|----------------|----------------|----------------|----------------|

Hérna er mjög mikilvægt að gera þetta hægt og fylgja þessum leiðbeiningum nákvæmlega þó að það geti verið pirrandi. Að gera þetta vitlaust og venja sig á það gerir það ómögulegt að ná góðum árangri og það er pain að þurfa að venja sig af því, ég veit það af raun.

1. Plokkið a og b strengina um leið með þumalputta og löngutöng(fjórðapartsnóta).
2. Plokkið d strenginn með þumalputtanum(áttundapartsnóta).
3. Plokkið g strenginn með vísifingri(áttundapartsnóta).
4. Plokkið a strenginn með þumalputta(áttundapartsnóta).
5. plokkið b strenginn með löngutöng(áttundapartsnóta).
6. plokkið d strenginn með þumalputta(áttundapartsnóta).
7. plokkið g strenginn með vísifingri(áttundapartsnóta).

Eins og þið sjáið er þetta mjög einfalt. Fyrst tveir ytri strengirnir og síðan tveir innri strengirnir, alltaf til skiptis. Muniði bara að það tekur smá tíma að ná þessu þangað til að þetta verður sjálfvirkt. Ef þið eruð eins og ég þá er þetta mjög pirrandi í fyrstu og maður þarf að hugsa sérstaklega um hvern putta um leið og maður les leiðbeiningarnar. Þetta er samt fljótt að koma og Dust in the wind verður ekkert mál. Svo er bara að koma sér fyrir við varðeldinn og heilla allar stelpurnar(eða strákana)


Tvær algengustu aðferðirnar við að breyta þessu munstri eru:
Að búa til rúllandi áhrif með því að plokka bara bassan í fyrsta slagi en ekki háa strenginn.

e:|----------2-----|
B:|------3-------3-|
G:|----2-------2---|
D:|-0------0-------|
A:|----------------|
E:|----------------|


Að gera hammer-on á háu nótuna í fyrsta slagi:
e:|-0h2------2-----|
B:|------3-------3-|
G:|----2-------2---|
D:|-0------0-------|
A:|----------------|
E:|----------------|

Báðar þessar aðferðir eru mjög greinilegar í Leaves are green með Paul Simon.

Til að æfa að skipta á milli hljóma, og strengja er fínt að nota byrjunina á því lagi:
   D                                                                      Em                                A6 
e:|--0h2-------2----|--0h2-------2----|--0--------0-----|--2--------2-----|
B:|--------3--------|--------3--------|-----------------|-------2---------|
G:|------2-------2--|------2-------2--|-------0---------|-----2-----------|
D:|--0-------0------|--0-------0------|-----2-------2---|-------------2---|
A:|-----------------|-----------------|-----------------|--0------0-------|
E:|-----------------|-----------------|--0------0-------|-----------------|

Muniði svo að í öllu plokki skiptir miklu máli að nota rétta putta á rétta strengi. Yfirleitt þarf bara númer eitt, tvö og þrjú