Keppni 1 - Kora Ég hef ákveðið að skrifa hér stutta grein um merkilegt hljóðfæri sem kallast kora.

Kora á rætur sínar að rekja til vestur Afríku og eru fyrstu rit sem vitað er um þar sem sagt er frá Koruni frá árinu 1799. Kora hefur 21 streng og er nokkurs konar harpa en hefur þó stól eins og t.d. fiðlur hafa. Búkur korunar er búinn til úr stóru grænmeti sem kallast Calabash. Calabash-ið er tekið og skorið í tvennt og svo klætt í kúaskinn. Einnig er gert gat á Calabash-ið sem myndar hljómopið. Hálsinn er svo stöng sem stendur uppúr koruni og er búinn til úr hörðum við. Leður hringir eru svo staðsettir á nokkrum stöðum á hálsinum sem eru notaðir til að stilla hljóðfærið. Strengir korunar eru fiskisnæri sem er fest í leðurhringina og í járnhring á botni korunar.

Koru spilarinn notar þumalfingur og vísifingur beggja handa, 11 strengir fyrir vinstri hendi og 10 fyrir hægri, til að plokka strengina en hinir fingurnir eru svo notaðir til að halda í lóðrétt handföng sem eru staðsett sitthvoru megin við strengina.

Flestir koru-spilarar í heiminum eiga heima í Gambíu en koran er aðalega notuð af Mandinkum.

Hér má sjá mynd af koru
Hér er svo skýringarmynd af koru
Svona á að stilla koru

Hér er hljóðdæmi (400 kb)

Heimildir:
Cora-Connection

Takk fyrir mig.