Ég hef ákveðið að hafa greinakeppni hér á áhugamálinu. Það eina sem þið þurfið að gera er að skrifa grein um eitthvað nytsamlegt í sambandi við hljóðfæri. Eitthvað eins og greinarnar eru í Fróðleikshorninu.

Greinunum verður skipt niður í fimm flokka, s.s.

1. Strengjahljóðfæri
2. Ásláttarhljóðfæri
3. Blásturshljóðfæri
4. Magnarar
5. Tónfræði

Þeir sem ætla að senda grein inn í keppnina verða að merkja hana fyrir keppnina. Þannig að þið skrifið “Keppni(1, 2 eða 3) - *nafn á grein*”. “Keppni1” er fyrir Strengjahljóðfæri, “Keppni2” er fyrir Ásláttarhljóðfæri, “Keppni3” er fyrir Blásturshljóðfæri o.s.fv.

Þannig að ef greinin á að heita t.d. “Notkun Legato” og á að vera fyrir Strengjahljóðfæri þá skrifiði:

“Keppni1 - Notkun Legato”

En ef hún heitir t.d. “Bassatrommutækni” og er fyrir Ásláttarhljóðfæri þá skrifiði:

“Keppni2 - Bassatrommutækni”

Frestur til að senda inn grein í keppni er til 1. Ágúst, það eru hinsvegar engin takmörk sett hversu margar greinar þú mátt senda inn. Að fresti loknum verða allar greinar samþykktar í einu og ég set þær inn í sérstakann kubb tileinkaðann keppninni þar sem allir geta lesið. Og svo auðvitað verða öllum greinunum bætt inn í fróðleikshornið.

Svo læt ég líða viku eða svo og sendi inn könnun þar sem þú getur valið þína uppáhalds grein. En þú getur þá aðeins kosið fyrir eina grein, sama í hvaða flokki hún er.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega látið vaða! :)

Kveðja,
Hlynur Stef
…djók