Hljóðfærabúðir og stutt álit mín á þeim Ég fer oft og títt í hljóðfæraverslanir og langaði að skrifa pínu álit mitt á þjónustu og öðrum hlutum sem tengd eru hljóðfæraverslunum.


Hljóðfærahúsið: Oft þegar ég kem þar inn finnst mér alls ekkert verið að þjónusta mér nógu vel og afgreiðslumennirnir sýna manni engann áhuga á því að hjálpa manni og þarf maður að bíða og bíða eftir þjónustu þótt ekkert sé að gera í búðinni. Fín skipulaggning í búðinni og ekkert vesen með að finna hluti finnst mér, en starfsmenn finnst mér ýtarlega þurfa að bæta sig. Mér finns alls ekki nógu vel skipullögð heimasíðan þeirra eina sem er að finna þar eru eitthverjar pínu fréttir og heimasíður hjá hljóðfæraframleiðendum sem þeir eru með umboð hjá.


Tónabúðin: Mjög góð þjónusta maður þarf ekkert að vera að bíða eftir þjónustu starfsmenn vingjarnlegir og fær það sem að maður vill þegar maður vill og getur spurt út í hvað og eina. Samt finnst mér mega vera aðeins meiri upplýsingar um verð á sumum stöðum þótt að maður geti alltaf spurt starfsmenn sem vilja með glöðu gefi gefa manni svar. Heimasíðan þeirra er fín verðlistar á sínum stað og allt til reiðu.


Tónastöðin : Góð þjónusta, oft er mjög mikið að gera svo ég skil vel að maður þurfi að bíða í pinkulittla stund. Gott skipulag verð það sem það á að vera oftast og starfsfólkið með glöðu geði vill hjálpa manni mætti samt oftar spyrja mann hvort að manni vantaði eitthvað finnst mér, það gerist við mig veit ekki um ykkur hin. Heimasíðan þeirra er í Góðu lagi og hægt oftast að finna það sem manni vanter en vantar verðin á síðunni þeirra svo maður þurfi ekki að hringja eða að fara þangað ef maður er staddur í tölvunni.


Rín: Hef alls ekki oft komið þangað en það er fínasta fín þjónusta þar ef maður vill spyrja um eitthvað eða fá að vita. Það er ekkert verið að sluggsa með að hjálpa manni við eitthvað eins og ég hef oft tekið eftir í hljóðfærahúsinu og líkar mér ekki við það vegna þjónustu. Heimasíðan þeirra er líka ágætlega skipulöggð svo maður er ekki í allan dag að finna það sem manni vantar.


Gítarinn: Ég hef aldrei á minni æfi farið inní þá búð eða verslað eitthvað við þá í gegnum einhvern annan svo ég get ekki sagt neitt nema ég hef heyrt hræðilega dóma.


Takk fyrir mig með von um góð svör og skoðanir.

Barbarr.