Allt sem þú þarft að vita um hljóðfæri Gítar er strengjahljóðfæri. Rétthentir gítarleikarar slá á strengina með hægri hendi og velja nótur og hljóma með vinstri hendi en öfugt er farið með örvhenta gítarleikara. Hljóð myndast þegar slegið er á streng og hann víbrar með þeim afleiðingum að kassi og háls gítarsins óma og mynda hljóm.

Gítarar eru annað hvort kassagítarar eða rafmagnsgítarar eða bæði (hálfkassagítarar). Rafmagnsgítarar eru tengdir við gítarmagnara sem kemur í stað kassans við að magna upp hljóminn.

Á gítarhausnum má finna stilliskrúfur, sem stilla strengi gítarsins að tiltekninni tónhæð. Hálsinn er með gripabretti þar sem myndaðir eru hljómar með fingrunum og á sjálfum búknum er að finna brú sem að festir strengina niður, og ef um rafmagnsgítar um ræðir þá eru þar líka nemar (“pickup”) sem nema titringinn og ýmsir stillitakkar (t.d. fyrir hljóðstyrk og tón).

Gítarinn á rætur sínar að rekja allt að 5000 ár aftur í tímann, en svo lengi hafa verið til hljóðfæri sem svipar til gítarsins. Gítarinn sem við þekkjum í dag kemur frá Spáni er um þúsund ára gamall.

Gítarinn er eitt af grunnhljóðfærunum í blús og rokki en er einnig vel þekktur t.d. í djasstónlist.

Píanó eða slagharpa er stórt hljóðfæri sem flokkast getur sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði og því spilar píanóleikarinn í raun á hljómborð. Tvær helstu gerðir píanós eru upprétt píanó, þar sem strengirnir liggja lóðrétt, og flygill, þar sem strengirnir liggja lárétt. Nafnið píanó er stytting á ítalska orðinu pianoforte, sem er aftur stytting á gravicembalo col piano e forte en það þýðir semball sem hægt er að spila á bæði veikt og sterkt. Píanóið var fundið upp af harpsíkordasmiðnum Bartolomeo Cristofori, nákvæmt ártal er ekki vitað, en vitað er að píanó sem hann smíðaði var í eigu Mediciættarinnar árið 1700. Ein helsta nýjungin við píanóið var demparapedallinn en hann var þó ekki í upprunalegu píanóum Cristoforis heldur var það Gottfried Silberman, orgelsmiður. Píanóið var lítið þekkt til að byrja með, en á klassíska tímabilinu, og enn frekar því rómantíska, sló það í gegn, svo að segja, og varð fljótlega eitt vinsælasta hljóðfærið.

Trommur eru ásláttarhljóðfæri. Dæmigerð tromma er þannig að skinn er strekkt yfir opið á hólklaga grind. Oftast eru notaðir kjuðar við áslátt trommunnar.

Nokkrar gerðir af trommum:

Sneriltromma
Bassatromma
Tom tom tromma
Páka
Bongó tromma
Kongó tromma
Timbalar

Röddiner líka hljóðfæri sem ekki má gleyma.

Vona að þið hafið haft gaman af

JT

Úr Wikipedi, frjálsa alfræðiritinu