Hér á eftir ætla ég aðeins að tala um þá sem munu koma fram á Zappa Plays Zappa tónleikunum sem verða þann 9. maí í Laugardalshöll. En það eru enginn smá nöfn.
Þar koma fram synir Frank Zappa, þeir Dweezil og Ahmed Zappa ásamt t.d. Steve Vai á gítar, Terry Bozzio á trommur og Napoleon Murphy Brown á saxafón.

Frank Zappa:

Frank Zappa fæddist í Baltimore árið 1940 en fluttist til Kaliforníu 10 ára gamall útaf atvinnu pabba hans.
Zappa byrjaði tónlistarferilinn sem trommari í nokkrum hljómsveitum og var líka að tromma í skólalúðrasveitinni en var rekinn úr henni fyrir að reykja í lúðrasveitabúningnum.
Þegar Zappa var 18 ára byrjaði hann að semja tónlist og byrjaði strax á að semja fyrir sinfoníur. Hann byrjaði svo að færast nær rokkinu enda fannst honum miklu skemmtilegra að spila fyrir áhorfendur og það var ekki í sinfóníubransanum.
Á sjöunda áratugnum prufaði Zappa sig áfram í fullt af hljómsveitum en fann sig svo með hljómsveitinni Mothers Of Invention. Hljómsveitin gaf svo út frumraun sína árið 1966 og fékk hún nafnið Freak Out. 6 árum og nokkrum plötum seinna sagði Zappa skilið við Mothers Of Invention og byrjaði sólóferilinn.

Frank Zappa hlýtur að teljast einn afkastamesti tónlistarmaður sögunnar en það er ekki létt verk að telja allt það sem hann gaf út á ferlinum og oft lét hann ekki eina plötu á ári duga og var stöðugt að gefa út live efni.
Hann lét heldur ekki nægja að vera gríðarlega frumlegur og oft á tíðum furðulegur í tónlistarheiminum heldur var hann það líka í einkalífinu en til mark um það heita börnin hans Dweezil Zappa, Ahmed Rodin Zappa, Moon Unit Zappa og Diva Zappa. En Moon Unit talar einmitt í “Valley Girl”, sem er eitt hans þekktasta lag. En fleiri af þekktum lögum með Frank Zappa eru t.d. “Don’t You Eat That Yellow Snow” og “Bobby Brown”.
Frank Zappa var heldur ekki aðeins frábært tónskáld en hann var einnig mjög góður gítarleikari og oft vanmetinn sem slíkur. En hægt er að taka eftir gítarhæfileikum hans á plötunni “Shut Up ‘N Play Yer Guitar.”
Zappa er trúlega frægastur fyrir textana sína en þeir eru flestir mjög fyndnir og t.d. var lagið Bobby Brown bannað í útvarpinu.

Frank Zappa lést úr krabbameini árið 1993, 53 ára.

Steve Vai:

Steve Vai er örugglega einn albesti gítarleikari allra tíma. Fæddur í Bandaríkjunum árið 1960 og hann fékk fljótt áhuga á gítarnum við það að hlusta á t.d. Jimi Hendrix, Led Zeppelin og Alice Cooper.
Í sinnu fyrstu hljómsveit spilaði hann samt á hljómborð og þegar hann keypti sinn fyrsta gítar lét hann nánast engan vita af því þarsem hann taldi sig ekki vera nógu svalann til að spila á gítar.
Hann var þó fljótlega gríðarlega fær sem gítarleikari og því má þakka því að hann sat svona 10 - 15 tíma á dag að spila á gítarinn og skildi hann aldrei við sig (engar ýkjur).Í viðtali við Total Guitar blaðið lýsi Vai æfingaráætlun sinni svona: “Ég byrjaði á því að gera hraða æfingar í svona klukkutíma til að hita mig upp, svo allskona skala í klukkutíma, grip í klukkutíma og endurtók þetta svo allt bara með mismunandi skölum og gripum. Svo fóru svona 1-2 klukkutímar í að lesa nótur og síðustu tímarnir fóru svona í spuna”. Ekki slæmt að hafa þenna tíma.
Steve Vai var líka örugglega með einn besta gítarkennara í heiminum en það var enginn annar en Joe Satriani.
18 ára gamall gekk hann í virtan tónlistarskóla í Boston og eyddi oftast kvöldunum í það að hlusta á sóló og skrifa svo niður nóturnar í þeim með herbergisfélaga sínum, oftast þurfti hann aðeins nokkrar hlustanir til að skrifa allt sóló-ið. Kvöld eitt kom svo félagi hans með disk með Frank Zappa og Vai lenti í miklum erfiðleikum með að skrifa nóturnar fyrir hann niður en heillaðist samt algjörlega af Frank Zappa. Eftir að hafa skrifað nótur fyrir nokkur lög með Zappa sendi hann eintök til Frank Zappa sem heillaðist algjörlega af þessu og bauð Steve Vai til að spila með sér. Hann spilaði með Zappa í nokkur ár og lærði gríðarlega mikið af Zappa. Áhrifin sjást einna best á fyrstu sóló-plötu Steve Vai sem heitir Flex-Able og er undir miklum áhrifum frá Zappa.
Árið 1985 var Steve Vai svo boðið að ganga í hljómsveitina Alcatraz í staðinn fyrir Yngwie Malmsteen sem hafði verið rekinn úr sveitinni rétt áður. Vai fékk mjög stuttan tíma til að læra öll lögin fyrir fyrstu tónleikana (1 dag minnir mig) og á fyrstu tónleikunum vissu áhorfendur ekki að það væri búið að reka Yngwie Malmsteen.
Steve Vai gaf þó aðeins út eina plötu með Alcatraz.

Steve Vai varð fyrst almennilega frægur gítarleikari eftir að hafa spilað í nýrri Hljómsveit David Lee Roth sem var þá nýhættur í EVH. 1986 kom út fyrsta platan þeirra og að mati Steve Vai er það ein besta plata áratugarins og hann sýndi oft á tíðum frábæra takta á plötunni.
Næsta hljómsveit sem Steve Vai spilaði fyrir var svo Whitesnake en hann spilaði einmitt með henni á Íslandi. Vai hefur einnig gefið út nokkrar sóló plötur sem flestar hafa fengið frábæra dóma. Hann er með samning við Ibanez sem hafa gefið út Steve Vai’s Signature gítar og hann er einnig í G3 hópnum.

Terry Bozzio:

Terry Bozzio er fæddur árið 1950 í Bandaríkjunum og byrjaði mjög snemma að spila á heimatilbúnar trommur en byrjaði svo að læra 13 ára. Eftir að hafa spilað í nokkrum bílskúrsböndum fór Bozzio að læra tónlist á fullu í skóla og lærði á fullt af mismundani slaghljóðfærum.
Stóra tækifærið kom svo árið 1975 þegar hann fór í prufu fyrir trommar hjá Frank Zappa og fékk starfið og höfðu þeir mikil áhrif á hvorn annan.
Á ferlinum hefur Terry Bozzio spilað með fullt af virtum tónlistarmönnum og er talinn einn besti og virtasti trommari sögunnar og hefur ferðast um allan heim með trommusýningar og hélt einmitt eina slíka í Loftkastalanum fyrir nokkrum árum.

Held að það sé nánast öruggt að segja að þetta sé tónlistarveisla ársins enda ekki á hverju ári sem maður fær tækifæri á að sjá þetta hæfileikafólk og sérstaklega ekki allt á einum tónleikum.

Allri nánari upplýsingar um tónleikanna og miðasöluna eru á www.rr.is.