Hérna eru nokkrir fróðleiksmolar um Voodoolab pedalana (fást í tónastöðinni)
<P>
VOODOO LAB
<P>
Digital Music Corp. hefur síðan 1986 hannað og framleitt raftæki fyrir gítarleikara. Voodoo lab pedalar eru allir hliðrænir(analog), og handgerðir úr bestu fáanlegu íhlutum og efni og eru endurgerðir á vinsælustu og eftirsóttustu effektum sjöunda og áttunda áratugarins (fyrir tíð stafrænna/digital effekta). Allir Voodoolab pedalar hafa “True Bypass” hljóðrás sem skilar fullkomnu hljóðmerki frá gítar til magnara.
<P>
SPARKLE DRIVE – Overdrive sem er byggður á gamla 808TubeScreamer sem hefur lengi verið eftirsóttur sem “boost” fyrir framan lampamagnara.
Sparkle Drive hefur einnig sérstakt “clean boost” sem hægt er að blanda við overdrive sándið líkt og um two magnara sé að ræða.
<P>
PROCTAVIA – Octavia er fuzz sem býr til nótu áttund ofar, og var notað af listamönnum eins og Jimi Hendrix, Stevie Ray Vaughan og Jeff Beck Voodoo Lab Proctavia er nákvæm endurgerð af gamla Octavia pedalnum.
<P>
SUPERFUZZ – Voodoolab Superfuzz skilar hinum sígildu fuzz sándum fimmta og sjötta áratugarins og býður einnig upp á ýmsa nýja möguleika í tónvinnslu.
<P>
MICROVIBE – Byggt á Dunlop Uni-Vibe, sem upphaflega var hannaður sem Leslie hermir og var óspart notaður af Jimi Hendrix og Stevie Ray Vaughan.
<P>
TREMOLO – Hermir eftir tremoloeffktum í gömlum lampamögnurum og notar sambærilega fótósellu-hljóðrás. Einn bezti og fjölhæfasti tremolo effekt sem völ er á.
<P>
ANALOG CHORUS – Eina raunverulega endurgerð af vinsælasta chorus allra tíma Boss CE-1 frá 1976.
<P>
PEDAL POWER – Einn vandaðasti spennugjafi fyrir pedal effekta sem völ er á. Hægt er að tengja allt að átta mismunandi pedala af mismunandi gerðum, og er hver útgangur sérstaklega einangraður og “toroidal” spennir tryggir eins suðlausa notkun og unnt er.
<P>
er einhver búin að prófa eikkað voodoolab?