Að mála gítar (Endurbætt útgáfa)

Það sem þarf:

Sandpappír, best er að vera með mikið úrval af grófleika, mæli ekki með að nota grófara en 120
Bílasprey* í þeim lit sem þið viljið og glært
Módelmálningu eða bílasprey í öllum regnbogans litum.
Spítu sem er ekki mikið breiðari en hálsinn.
Nokkuð langar skrúfur

Byrjið á því að taka strengina úr gítarnum, losa allt hardware af og hálsinn líka ef hann er bolt on.(Þetta er allt miðað við bolt-on gítar)

Þeta á bara við um gítara með Gibson style brú: þegar þú ert búin/n að taka brúna og stop-tailið af og skrúfa úr skrúfuna þá sjáið þið svona “hólka” með skrúfgangi sem eru ofan í götunum. Til að ná þessum hólkum af lætur maður eitthvað sem er lítið en hart ofaní(það má ekki stnada upp úr gítarnum) og skrúfið skrúfuna aftur í, þá ætti þetta að losna og ekkert mál að taka úr.

Pússið allt lakk af með sandpappírnum og pússið viðinn svo að ekkert standi uppúr, notið viðarfylli til að fylla í ójöfnur og pússið svo slétt.

Borið göt í löngu spítuna þannig að þið getið fest hana í staðinn fyrir hálsinn.

Notið málarateip til að koma í veg fyrir að málning fari á staði þar sem þú vilt ekki að hún fari, t.d. á staðinn þar sem hálsinn er festur

Best er að spreyja hann úti ef það er gott veður. Fylgið leiðbeiningunum á spreybrúsanum uppá hvða þið eigið að bíða lengi á milli og svona. Haldið á gítarnum með spítunni í annari hendi og spreyjið með hinni, eða látið einhvern gera annaðhvort fyrir ykkur. Spreyjið allavega nokkrar umferðir. Látið þetta þorna vel og lengi.

Ef þú ætlar að gera einhverjar myndir eða eitthvað á gítarinn þá eru tveir möguleikar í stöðunni.

1. Þú getur notað módelmálningu til að mála myndirnar, þetta gefur mesta handmade lúkkið en krefst þess að þú sért frekar góður að teikna.

2. Líka er hægt að búa til stensla með hjálp tölvu og þá er gott að nota Freehand og Photoshop til að vinna myndirnar, hins vegar getur verið erfitt að gera flóknar og marglitar myndir með þessu en ef maður ætlar að gera eitthvað einfalt þá gefur þetta besta lúkkið. Ég mæli með að prenta myndina á glæru og nota lítinn dúkahníf til að skera út. Þegar stensillinn er tilbúinn er bara eftir að láta hann á gítarinn og spreyja með bíla/felgulakki og taka stensilinn í burt. Notið gömul dagblöð til að koma í veg fyrir að liturinn fari á aðra staði.

Eftir að þetta er vel þornað og svona má byrja að spreyja yfir allt saman með glæa bílalakkinu nokkrar umferðir. Því fleiri umferðir af glæru því sléttari verður áferðin.

Svo er bara að setja gítarinn aftur saman og byrja að spila.


*Ég mæli með að þið farið í Poulsen í Skeifunni og látið þá blanda litinn fyrir ykkur, það er hins vegar svolítið dýrt. Ef þið ætlið að gera hann svartan, hvítan, silfur eða eitthvað svoleiðis getið þið einfaldlega keypt felgulakk sem er mjög góður og ódýr kostur.

Verið óhrædd að spyrja mig útí þetta allt saman. Svo mæli ég líka með vefsíðunni http://www.projectguitar.com fyrir nánari útskýringu á einstökum þrepum.

Snorri
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.