Effectar. Mig langar að skrifa smá grein um gítar effecta. Hvernig effecta eruð þið að nota þarna úti?
Sjálfur nota ég Big Muff pi rússnesku endurgerðina ( sem ég er drullu ánægður með í réttum græjum ), Boss DD-2 delay ( classískt delay en er orðinn soldið gamall nú þegar það er kominn DD-5 sem er snilld ), Marshall vibratrem ( vibrato og tremolo í einum effect, hann er fínn, nota hann ekkert svo mikið en hann var ódýr) og svo Boss SE-50 sterio effect processor multi effect. Hann er sniðugur, þarf bara að læra betur á hann ( það er milljón bls. manual :) Þetta allt saman nota ég á epiphone SG með EMG-81 pickuppum og marshall hátalara.
Ég er meira fyrir litlu pedalana þeir eru mun betri. Á SE-50 nota ég mest reverb, chorus (sem er ekkert spes) og einhverja sem eru mjög furðulegir. Góður Chorus effect sem ég mæli með er Small Clone frá electro harmonix. það er tvímælalaust besti chorus effect sem ég hef prófað. Hann er dýr og fæst ekki hér. Kurt Cobain notaði hann meðal annars í Come as your are.
Framleiðendur sem ég er hrifnastur af eru Boss og Electro Harmonix. Ég er ekki mjög hrifinn af DOD, á einn overdrive og Wha/volume pedal frá þeim og þeir eru ekkret spes. En ég man ekki eftir neinu meiru sniðugu til að segja frá svo að sendið endilega inn ábendingar og ráðleggingar.