Draumasveitin Sæl öll sömul, ég ákvað að taka mig til og koma af stað smá hreyfingu hérna inná áhugamálinu þar sem mér finnst það hafa dalað soldið svona í seinni tíð. Mér datt þá í hug að fá hugara til að taka þátt í Draumaliðinu eins og tíðkast hefur mikið innan fótboltaáhugamanna. Leikurinn virkar þannig að þú velur meðlimi, lifandi sem látna til að mynda line-up í draumasveitinni þinni, þó má ekki velja sjálfan sig í sveitina.

Ég ákvað að setja ekkert takmark á meðlimi en það þarf samt að vera raunhæft, ekki nokkur maður væri í sveit með 8 gítarleikara og fjóra trommara.
Sjálfur ætla ég að hefja leikinn með því að velja mína eigin draumasveit:

Jeff Buckley - Söngur og Rythmagítar
Matthew Bellamy (Muse) - Söngur og Píanó. Einstaka Rythmi/Lead gítar
Steven Wilson (Porcupine Tree) - Rythma/Lead gítar
Ed O'Brien (Radiohead) - Sound FX
Paul Blackburn (Gomez) eða Paz Lenchantin (APC, Zwan) - Bassi
Chris Maitland (Porcupine Tree) - Trommur


Jæja, þá vona ég innilega að þið sýnið þessu einhvern áhuga og takið þátt í þessu með mér og gerið áhugamálið aðeins meira active en það er í dag.

\,,/
takk fyrir mig…