Eftir að hafa dregið það í mörg ár ætla ég nú loksins að láta
verða af því að læra á gítar. Þá vakna ýmsar spurningar hjá
svona jólasveini eins og mér sem ekkert veit.
Hvernig gítar á ég að versla?
Hvað á ég að eyða miklu í hann?
Hvernig er best að byrja?
Á ég að fara á námskeið eða á ég að byrja að glamra?
Er einhver bók betri en önnur til að byrja með?
Mér þætti vænt um smá aðstoð við þetta, þar sem ég er alveg
að villast í þessum frumskógi.
Kærar þakkir
Sario