Gibson Florentine Gibson framleiða að mínu mati skemtilegustu gítarana. Einn sá skemtilegasti gítar sem ég hef prófað er Gibson Florentine. Þessi gítar er að grunninum til Gibson Les Paul. Það sem er frábrugðið við hann er að hann er að hluta til holur að innan, eða með tvær “f-holes”. Þetta gefur honum svona klassískara útlit en hefðbundni Les Paul gítarinn og gerir einnig hljóminn einnig skemmtilegri. Þegar spilað er með hreinan hljóm þá er hljómurinn svona meira acoustic og klassískari heldur en í venjulega Les Paul og '57 Classic Pickuparnir hjálpa líka til með það. Hins vegar þegar þú hækkar vel í magnaranum þá geturu samt sem áður fengið klassíska Gibson rokkhljóminn sem allir þekkja. Reyndar er hann aðeins fljótari að feedbacka heldur en aðrir Les Paul gítarar en það þarf svo sem ekki að vera neitt verra, bara að passa sig aðeins eða að nýta það sér til góðs. Hann er gegnheill í miðjunni svo að hann heldur tónunum alveg jafnvel og hver annar Les Paul.

Helsti gallinn við þennan gítar er verðið. Ég hef séð hann í nokkrum búðum erlendis og þá hefur hann verið á bilinu 250-300 þúsund eða meira. Ekki bætir úr skák að nú eru Gibson hættir að framleiða hann. Ég sá þennan gítar fyrst í hljóðfæraverslun í Þýskalandi og þá þurfti bókstaflega að draga mig út úr búðinni eftir að ég var búinn að prófa hann. Ég hef séð hann nokkru sinnum síðan en þá hef ég alltaf verið á einhverju ferðalagi og ekki getað spreðað svo miklum pening… þó það hafi alltaf verið mjög freistandi. Ég hef ekki séð þennan gítar á Íslandi.

Þetta er pottþétt gítar sem ég ætla mér að eignast!