Saga mín á gítar! jæja þar sem það hefur verið í umræðunni að henda frá sér grein um hvering maur fékk áhuga á gítar og hér kemur hún:

Þetta byrjaði nú einhverntímann þegar ég var fyrir sunnann og við vorum í einhverri svona leigu íbúð og ég fann svona blað af gítarinn.is og þar voru einhver grip og eitthvað svoleðis rugl og ég hirti þetta blað og þegar við komum heim til akureyrar þá leið ekki á löngu þangað til ég var kominn með einn af gíturunum í hendurnar og var að átta mig á þessu og svona en þannig að ég lærði þanna 2-3 grip en svo liðu einhverjir mánuðir og ég var eiginlega bara búinn að gleyma þessu eða þannig skiluru en svo í sumar líklega í lok júní þegar ég sat inní herbergi með næst elsta bróðir mínum, þá tók ég gítarinn af veggnum hans og fór bara eitthvað að leika mér eins og ég hafði oft gert nema ég bað hann um að kenna mér einhver grip og eitthvað svona rugl og hann kenndi mér “A”, “E” og “C” og ég fór inní herbergi og fór á gitarinn.is og fann þar einhver grip og lög og svona allskonar og fann lagið “Jesus Doesn't Want Me For A Sunbeam” með Nirvana og ég lærði það og svo fór ég að læra meira og meira þangað til ég kunni bara grunninn og náttúrulega með hjálp bræðra mína en ég kunni nú bara grip og vildi fara að læra einhver lög þannig að ég fór inná tab síðu og reyndi að átta mig á þessu og ég fór og lærði eitthvað og ég sat bara inní herbergi inná tab síðum allt frá hálftíma uppí 7 klukkutíma og náttúrulega skrapp ég frá og fór á klóstið á milli en ég fékk mér ekkert að éta…það var svo gaman haha…en já ég var orðinn og er “húkt” á þessu en ég bað mömmu láta mig yfir á gítar í tónlistarskólanum en ég hafði verið í 3 ár á trommum þannig að ég var fluttur á gítar hjá Kristjáni Edelstein sem er líklega einn af fremstu gítarleikurum hérna á landinu en hann er búinn að kenna mér allveg ógeðslega mikið og ég er nú orðinn allveg ágætur og sérstaklega miðað við þann stutta tíma sem ég hef verið á gítar.

En mig vanntaði náttúrulega gítar þannig að ég fór inná ebay og keypti mér flying V frá einhverju fyrirtæki sem heitir Stellar en ég skellti í hann Seymour Duncan “Dimebucker” í bridge en hinn pickupinn var bara mjög fínn en samt ekki alltof góður en ég skít ekki peningum þannig að ég keypti mér bara í bridge, en bráðlega ætla ég að fá mér Dean 79' series MLF eða þ.e.a.s ef ég get selt trommusettið mitt og gítarinn og já ég hef nú bara verið að nota einhverja magnara sem eru búnir að vera hérna heima og síðan notað bara effect eða s.s. tengdt headphone í hann

en já svona fékk ég áhuga á gítar og ég vona að þið hafið haft gaman af þessari frásögn minni:D

-ef það eru einhverjar stafsetingarvillur í þessu þá getiði kennt vanhæfni minni og heimsku um það og já líka íslenskukennaranum mínum sem er örugglega versti kennari sem ég hef haft!!!1