Ég komst að enn einni snilldinni við Marshall í gær.

Ég var á hljómsveitaræfingu og í einhverju tóminu fór ég að fikta í magnaranum mínum og skoða möguleikana sem hann býður uppá. Magnarinn minn er Valvestate týpa með 2*16“ keilum, góður magnari en vantar samt þetta ”low end" thingy þeas þennan djúpa þétta tón.
Í framhaldinu ákvað ég að tengja vintage 1960 box sem var á staðnum við magnarann, hafði allt í stereoi og viti menn ég hef aldrei heyrt annað eins. Magnarinn var að þola þetta það vel að hann hitnaði varla einsog gerist á flestum æfingum (við pumpum græjurnar okkar ansi vel btw). Svo var það soundið, Ó MÆ F****** GOOOOD. Svakalega þétt og samvirknin á milli boxins og keilnanna í magnarum var þannig skipt að allt djúpa hljóðið fór í boxið og highið hélst í magnarakeilunum. Þið valvestate combo eigendur ættuð svo sannarlega að prófa þetta!

Svo væri ágætt ef einhver gæti selt mér eitt stykki box á góðum prís =) Vintage 1960 eða jcm box.

Takktakk

mIrc: ^|ng|^
CS: -CSM-Blossom