Jæja þá er komið að því að segja frá því hvernig ég fékk áhugan á gítar!

Það var þannig að þegar ég var 8 ára ákvað bróðir minn að fara á æfa á gítar, og ég var voða mikið fyrir það að vera eins og hann. Þannig þessi jól fékk ég gítar í jólagjöf frá foreldrunum. Það var nylon-strengja kassagítar frá Camps alveg ágætur allavega til að byrja með.

Ég fór í gítarnámskeið í Gís, og var hjá kennaranum Tryggva Hübner. Mjög góður kennari þar á ferð og lærði ég allan grunninn. Eftir eitt svoleiðis 12 tíma/vikna námskeið gat ég ekki hætt.

Eftir þetta fór ég á annað svona námskeið nema í þetta sinn hjá Óla Rúnari og kenndi hann mér fullt af lögum sem ég hafði áhuga á að læra en þegar ég var 9 ára fílaði ég metallica í botn þannig hann kenndi mér Metallica lög aðallega.

Eftir þetta einhvern veginn datt gítarinn áhuginn bara út.

En svo ákvað ég að prófa að taka gítarinn einn daginn þegar ég hafði ekkert að gera, og þá fór ég bara að spá hvað ég hefði verið að hugsa að hafa hætt þarna í rúmlega ár, og bað mömmu að skrá mig á annað gítarnámskeið.

Þá var ég kominn á þriðja árið í Gís, í þetta sinn lennti ég hjá kennara sem heitir Kjartan og er hann án efa besti kennarinn sem ég hef haft hjá Gís. Hann kenndi mér alveg helling af skölum og lögum þar á meðal Stairway to heaven og fleirum.

Eftir þetta ár bara gat ég ekki hugsað mér að vera á kassagítar lengur, og heimtaði að fá rafmagnsgítar. Þá var bara hlaupið út í hljóðfæra verslun og keyptur rafmagnsgítar og magnari með öllu tilheyrandi (snúru, ól og tösku). Fyrir valinu varð Yamaha Pacifica og magnarinn var 65W Fender FM65R mjög góðar græjur þarna á ferð á frábæru verði, en þetta sett fékk ég á 50.000.

Þannig þetta eru græjurnar sem ég nota í dag

Gítar
Yamaha Pacifica og Camps kassagítar

Magnari
Fender FM65R - 65W

Effectar
Digitech - Hot Head - overdrive effect

Og svo stefni ég að því eftir fermingu að fá mér Epiphone Les Paul Custom Chrome

Og svo er ég núna á mínu 4 námskeiði/5 ári á gítar og gengur bara vel.

Takk fyrir mig :)