Active/passive margir hafa núna pælt í active og passive bössum og hver munurinn sé á þeim.. þannig að ég ætla útskýra þetta eftir bestu getu..

Active bassar hafa inbyggðan formagnara sem oftast býður upp á það að geta tónjafnað tónin á bassanum sjálfum.. Active bassar hafa hærra output og er því mikilvægt að nota rétt input á magnaranum annars geturu distortað signalið þegar það kemst loksin í gegnum magnarann og það hljómar í fæstum tilfellum vel..

Formagnarinn: formagnarinn er svo sem byggður upp eins og hver annari magnari.. rafmagn, tónjafnari og vírar… flestir bjóða upp á að stilla bassa, mið og háar tíðnir og margir af þeim eru með svo kallaða hreyfilega miðju sem gefur þeim þann eiginleika að geta stillt á hvaða tíðni miðjan er..

flestir formagnarar magna um 10-15 desibel og geta líka dregið úr 10-15 desibelum..

active bassi er ekki það sama og bassi með active pickuppa.. active bassi er oftast passive pickuppar tengdir við preamp og einu pickuppanir sem ég veit um sem eru active eru EMG pickuppar og þá er það alltaf tekið fram..


Passive: bassar sem nota rafmagnið frá magnaranum til að virka.. þeir geta bara dregið úr tóninum en ekki aukið eins og active bassanir.. passive basssar eiga það til að vera heldur einfaldari í notkun og eru mjög oft með skærara sound þegar þeir eru alveg með allt í botni en active eru flatari en auðvitað er hægt að breyta því með formagnaranum..

myndin með er mynd af uppbyggingu formagnarans í active bössum

bara svona til að fræða ykkur smá :)