Hvernig væri nú ef allir hugarar sem spila á hljóðfæri myndu nú taka sig til og segja frá hljóðfærunum sínum, þið sem spilið ekki á hljóðfæri en langar meigið líka segja frá draumum ykkar og óskum. Það væri ekkert verra ef þið mynduð síðan lýsa reynslu ykkar af hljóðfærinu og hvernig þið fenguð áhugann.


Ég fékk áhugann á trommum fyrir um 2 árum en ég hef sennilega verið með trommubakteríuna lengi því ég hef lamið á allt mögulegt frá því ég man eftir mér, þegar ég var á balli í skólanum mínum og sá trommarann hamast á trommunum þá hugsaði ég með mér; þetta er einhvað fyrir mig. Stuttu seinna fékk ég að prufa trommusett hjá kunningja mínum og þá var ekki aftur snúið, fyrir nokkrum mánuðum gat ég loksins látið langþráðann draum rætast en hann var að kaupa mér trommusett. Þá keypti ég mér settið mitt,

Ég spila á trommusett frá Yamaha, það ku vera rafmagnstrommusettið Dtxpress III en það bíður upp á endalausa möguleika til dæmis get ég stillt hljóðin á öllum trommunum tónhæð þeirra og hrynjanda, en ég hef ekki ennþá náð að ráða mig fram úr öllum þessum möguleikum og fikra mig því nær hinu fullkomna sex hluta trommusetti, ég spila á settið mitt með kjuðum frá bæði Pro Mark og Vic Firth, sit við það á Pearl trommustól og slæ bassatrommuna með Pearl kicker.

Óskin er sú er að kaupa nú í náinni framtíð Pearl Forum sett til þess að hafa í æfingarhúsnæði þar sem ég get fíflast einhvað með félögunum, en draumurinn er að komast yfir alveg eins sett og John Bonham spilaði á en hann er minn uppáhaldstrommari þótt ég hafi uppgvötað hann fyrir ekkert svo löngu

Settið : Yamaha DtpressIII
Kicker : Pearl P-120
Stóll : Pearl D-70W
Kjuðar : Vic Firth 5A og Pro mark 5A nylon tip

Það hafa kannski komið greinar líkar þessari en það hafa allt saman verið greinar sem beindust að e-h einu hljóðfæri