Gítarleikari: Stephen Carpenter Stephen Carpenter eða Stef er gítarleikari hljómsveitarinnar Deftones. Hann keypti sér lélegan gítar þegar hann var 11 ára en eyddi ekki miklum tíma í að æfa sig því hann var alltaf á hjólabretti og fannst of erfitt að spila á gítarinn.
Þegar hann var 14 ára keyrði á hann fullur gaur og eyðilagði nánast honum fæturna, hann þurfti að vera nokkra mánuði í hjólastól og gat þessvegna ekki stundaðð íþróttir eð rennt sér á hjólabretti, svo að hann fór að eyða meiri tíma í að spila á gítarinn sinn.
Hann fékk fullt af peningum í skaðabætur útaf gaurnum sem keyrði á hann og keypti sér geðveikan gítar, magnara, nokkra effecta og 4-rása upptökutæki og fullt af svona dóti fyrir nokkurþúsund $.
Um þetta tímabil kyntist Stef “Hevy-Metal” og fór að hlusta á bönd eins og Kiss, Anthrax, Van Halen og fleira. Seinna fór hann að stúdera bönd eins og Metallica og MegaDeath og þróaði hjá sér stíl sem að byggðist aðalega á riffum og melódíum frekar en sólóum.
Seinna stofnuðu hann, Chi Cheng(bassaleikari) og Abe Cunningham(trommari) Deftones. Þeir reyndu allir að syngja en gekk ekki neitt svo þeir fengu Chino. Fyrsta diskinn gáfu þeir út árið 1995 og hét hann Adrenaline og var gefinn út af Maverick records.
Stef byrjaði um 1990 að nota sérsmíðaða ESP gítara sem hann hannaði til að fá sem flottastann hljóm úr riffum en þeir voru seinna skýrðir eftir honum (ESP Stephen Carpenter Series með EMG pikköppum).
Effectarnir sem hann notar eru: Guyatone HD-2 Harmonic Distortion, Rocktron Replifex, Rocktron Silencer, Rocktron Patch Mate, Boss FZ-2 Hyper Fuzz, Boss TR-2 Tremolo, Electro-Harmonix Small Stone.
Magnararnir: Marshall JMP 1 Príömp, ADA MP1 Príömp, Marshall 9200 Páverömp, Marshall 4x12 kabínets m/ 70 og 75 watta hátölurum.

-Gunnar® og Orri® ©2001