Gulli Briem hefur leikið á trommur frá 12 ára aldri, ef frá er talinn barningur á potta og pönnur þegar hann var 5 ára í eldhúsi móður sinnar. Hann nám klassískan slagverksleik í Tónlistarskóla F.Í.H. frá 1980 - 1982 með Reyni Sigurðsson sem aðalkennara. Einnig tók hann einka tíma hjá Pétri Öslund og tók “ Encore ” námskeið í Musicians Institue í Los Angeles 1993 með kennurunum Ralph Humphrey, Marc Rio og Joe Porcaro.

Hann hefur leikið inn á hljómplötur og spilað opinberlega með mörgum íslenskum og erlendum listamönnum eins og: Mezzoforte, Mannakorn, GCD, Bubba Morthens, Hljómum, Philip Catharine, Miami Sound Machine, Gus Gus, Björk ( á yngri árum ), Maddonnu, Gareth Gates, Mornington Lockett, Joe Hubbard, Michael Ball, Hilaire Penda, Fiona Renshaw, The Dream Team, British National Symphony Orchestra.

Gulli hefur einnig staðið fyrir trommunámskeiðum um árabil þ.á.m. í samvinnu við Jóhann Hjörleifsson. Kennslumyndband kom út 1994 þar sem Gulli útskýrði mörg atriði í sambandi við trommuleik og tækniæfingar.

Sólódiskurinn “ Earth ” kom út árið 2001 og gefin út í Evrópu og Japan. “ Earth Affair ” er unnin m.a. í samvinnu við Flood ( U2, Depeche Mode ) og Morten Harket ( A-ha ). Diskurinn fæst í 12 tónum og verslunum Pennans og Eymundsson.

Gulli leikur á Premier Series “ White Marine Vintage ” trommur frá Hljóðfærahúsinu. Hann notar einnig Paiste cymbala, Vic Firth kjuða og Evans skinn.

( Tekið úr heftinu “ Trommuleikur frá byrjun ” sem er eftir Gunnlaug Briem og Jóhann Hjörleifsson sem allir trommuleikarar ættu að næla sér í.