Góðan daginn.

Eitt sem mig langar til að benda fólki á.
Það er alltaf verið að spá í nútímatónlist. OK það er svo sem allt í lagi.
Ég er alla vega einn af þeim sem finnst mjög gaman að klassískri tónlist, eins og t.d. Beethoven, Mozart, Chopin, Rahcmaninof og fleirum.
Það sem mig langar að vita, hvað finnst þér tónlist í dag mikið megnugri heldur en sú sem skrifuð er á þessum tíma?
Er þetta betri tónlist (sem TÓNLIST)?
Hugsaðu málið svona.
Þú þarft að búa til sinfóníu fyrir 16 hljóðfæra sveit. Sem að minnsta kosti starfa 30-40 manns í.
Þú þarft að hugsa nótur fyrir 16 hljóðfæri, raddaðar fyrir sum hljófærin, eins og flauturnar t.d..
Þú þarft að hugsa um styrkleikann á nótunum fyrir hvert einasta hljóðfæri.
Svo ef þú bætir kór inní ertu kominn með mikið fleiri hljóðfæri í viðbót.

Hefur einhver pælt í hvað þetta verk, að búa til eina laglínu svona er erfitt.
Það sem mig langar að heyra er álit þitt á klassískri tónlist.
Meturðu hana eitthvað?
Ef ekki, þá skaltu prufa að hlusta smá, ég er ekki að meina 1 mínútu, heldur heila sinfóníu t.d. og pældu í hvort hafi verið lagt meira í, lag með LIMP BIS(H -K)KIT, eða heila sinfóníu, sem getur einfaldlega fyllt venjulegan tónlistardisk sem þú kaupir út í búð.

Ok ég er drukkinn þannig að ef greinin er gloppótt þá biðst ég afsökunar, ég á frí á morgun þannig að :)

Jæja, endilega skrifið ykkar svör og ég skal hakka ykkur í mig ef mér líkar svarið ekki :) :) :) :)

ViceRoy