Jæja kæru trommuleikarar/trommarar nú ætla ég að biðja ykkur um að koma með settið ykkar í grófum dráttum þ.e.a.s allar upplýsingar upp settið ykkur hvað þið notið t.d. trommuskinn hvaða tegund af setti eigiði bara allar upplýsingar um ykkar trommusett yfir höfuð.

Svo var ég að vona að þið kæmuð með upplýsingar um hvernig diska þið notið, þ.e.a.s stærðina breiddina, allt (16tommu crasher bara sem dæmi).
Jafnvel hvernig trommukjuða þið notið og endilega að koma með mynd.

ATH. bara að koma með upplýsingar um það sem þið spilið á ekki hvað þið eigið.

En nú ætla ég að fara yfir trommusettið mitt.

Ég á mér Pearl Masters Custom með Shell maple viði. Ég nota 4tomtom, 8tommu, 10tommu, 12tommu og 14tommu.

Er með 20tommu bassatrommu og 14tommu sneril, allt settið yfir höfuð er með Remo og Attack drummheads skinnum en ég myndi frekar mæla með Remo.

Ég er einungis að nota 3 diska þ.e.a.s 16tommu crash og 17tommu crash báðir frá Paiste og er með eitt stykki 20tommu Saiban einhvernveginn disk. Svo er ég með 14tommu Medium hi-hat top frá Paiste.

Ég er í augnablikinu að nota Pro Mark trommukjuða. Öll Stadium-in eru frá Pearl.

Kveðja Drokki.