Ósáttur með Hljóðfærahúsið Mig langar að deila þessu með ykkur því að mér finnst þjónusta í Hljóðfærahúsinu vera of léleg.
Ég kem einn daginn þangað og ætla að kaupa mér einn trommulykil. Ég hljóp inn því að ég þurfti að drífa mig á æfingu. Ég kem inn og þá er einn afgreiðslumaður við afgreiðsluborðið og hinir voru víða um búðina. Ég fer að borðinu því að allir aðrir eru uppteknir. Ég ætla að biðja afgreiðslumanninn um lykilinn, en þá er hann á fullu í samræðum við félaga sinn, spurja hvernig hann hefur það og þeir segja fréttir af sjálfum sér og segja einhverja brandara. 5 mínútum seinna fæ ég afgriðslu og þá fer maðurinn og sækir trommulykilinn. Lykillinn var í stórum pakka með fullt af lyklum en ég vildi bara einn. Það tekur meiriháttar tíma að taka lykilinn úr plastinu og ég var inni í búðinni í ca. 12-13 mínútur út af einum 300 króna trommulykli.
Ok, ég sætti mig við það.

Síðan stuttu seinna ætla ég að kaupa Sabian cymbala pakka. Þeir eru ekki til í búðinni en þeir segja að það sé að fara af stað sending með þessum cymbölum. Þeir segja mér að hafa samband eftir viku, ég geri það og þeir hafa ekki hugmynd um hvað er langt í sendinguna. Einni viku eftir það hringi ég aftur og þeir segja að það séu u.þ.b 2 vikur í cymbalana. Þetta gerist í apríl. Fyrstu vikuna í maí hringi ég aftur og þeir segja: “Það var einhver misskilningur, cymbalarnir koma um mánaðarmótin maí - júní”. Ég segi við þá að þetta gangi ekki ef þeir eru búnir að segja að þetta eigi að koma í byrjun maí, en síðan kemur þetta bara í lok maí, eða byrjun júní. Í byrjun júní hringi ég og þá er cymbala pakkinn kominn til landsins, en það eigi eftir að leysa hann úr tolli. Síðan um síðustu helgi (4. og 5. júní) hringja þeir í mig og segja að partur af sendingunni sé kominn inn í búðina, en cymbalarnir sem ég ætla að fá eru ennþá í tollinum segja þeir. Á mánudaginn segja þeir að cymbalarnir eru rétt ókomnir og eigi mjög líklega að koma á þriðjudag. Síðan í gær, þriðjudag, hringi ég glaður og spenntur að fá cymbalana mína eftir tveggja mánaða bið. En þá segja þeir: “Þessir cymbalar eru skráðir í tölvuna hjá okkur en þeir virðast ekki hafa komið með sendingunni”. Ég verð mjög pirraður og segi að þetta sé mjög léleg þjónusta, þá benda þeir mér á cymbala sem eru verri og ekki með eins góð gæði eins og ég vil. Starfsmenn Hljóðfærahússins segja að verslunarstjórinn sé í London og komi á fimmtudag eða föstudag og þar til geta þeir ekkert gert. Þeir reyna ekki einu sinni að hafa samband við þá sem sendu cymbalana af stað um að fá þennann pakka sendann.
Nú þarf ég líklega að bíða í einn til tvo mánuði eftir þessum cymbölum. Ég reiknaði út að ef ég mundi flytja þá inn frá Bandaríkjunum væru þeir 9.000 krónum dýrari en í Hljóðfærahúsinu.

Ég vona að þið nennið að lesa allt þetta og ég þakka ykkur fyrir ef þið gerið það. Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þetta.

Róbert