Að gera hálsinn Scalloped (mín aðferð) Ég tók mig til fyrir stuttu síðan og ætlaði mér að gera hálsinn á Apollo gítarnum mínum scalloped. Ég spurðist fyrir hérna á áhugamálinu og einhver benti mér á þessa síðu: http://www.projectguitar.com/tut/scal1.htm og hún hjálpaði mér rosalega. Ég skoðaði þetta ekkert svakalega mikið, rann einusinni yfir þetta og byrjaði svo bara :D. Þið getið auðvitað farið eftir þessari síðu en ég ætla bara að segja frá því hvernig ég gerði þetta við hálsinn á gítarnum mínum.

Skref 1:
Það sem er gott er að fullvissa sig um að hafa réttu tólin. Það sem ég hafði við hendina var sívalings þjalir, eina sem var stór og góð og eina sem var miklu mjórri. Einnig hafði ég dúkahníf og svona tape eins og gaurinn á síðunni sem ég nefndi hérna fyrr notar. Svo að lokum var ég með tvær gerðir af sandpappír annars var frekar grófur pappír sem er P100 og hinn miklu fínni og er P240 (þetta stendur aftaná pappírnum).

Skref 2:
Ég kom mér vel fyrir inni í herberginu mínu, en verið þið bara einhversstaðar þar sem þið eruð viljugir að skíta svolítið út, passið bara að hafa frekar vel loftræst þarna hjá ykkur. Ég setti bara dagblöð á borðið og kom mér vel fyrir.

Skref 3:
Ég tók strengina úr gítarnum og skrúfaði hálsinn af þar sem hálsinn á gítarnum mínum er bolt-on. Þá er bodýið ekkert fyrir manni og engin hætta á að rispa það eða skemma.

Skref 4:
Þú tekur tape-ið sem þú ert með og límir það yfir hvert einasta band eins og gaurinn á síðunni gerir. Gerðu bara eins og hann gerir þar, límir yfir og skerð það sem er ofaná viðinum í burtu með dúkahnífnum. Og þú límir svo það sem stendur út af hálsinum bara niður svo að það sé gott að rífa það af seinna. Það þarf að gera þetta a.m.k. tvær umferðir því ef þú rekst utan í böndin þegar þú ert að pússa þá koma rispur og það er ekki flott. Þegar þú ert byrjuð/aður að gera hálsinn scalloped þá er örugglega 100% öruggt að tape-ið fari af einhversstaðar og þá þarftu að endurnýja það til að hlífa böndunum þannig að þú þarft að fylgjast vel með tape-inu á böndunum.

Skref 5:
Þegar tape-ið var komið á byrjaði ég bara á hálsinum. Ég tók stóru þjölina sem ég var með og byrjaði að taka uppúr á efsta bandinu. Hálsinn á gítarnum er svolítið rúnaður þannig að þú verður að halda því þannig, ekki fræsa þetta þannig að hálsinn verður bara flatur. Ég vissi ekki hversu lang ég átti að fara niður og fór því kannski svolítið langt niður en það var alltílagi. Passið ykkur bara á því að fara ekki of langt niður því hálsinn veikist þegar hann er gerður scalloped og þá er meiri pressa á stöngina sem er í gegnum hálsinn að halda honum beinum. Skoðaðu bara myndir af öðrum gíturum sem eru scalloped og reyndu að miða við það hversu langt eigi að fara niður.

Skref 6:
Þegar ég var byrjaður að fræsa uppúr með þjölinni tók ég fyrst nokkuð vel úr eða bara c.a. jafn langt niður og ég vildi hafa þetta, samt ekki allveg jafn langt niður. Þá rúnnaði ég hliðarnar betur af með hinni þjölinni sem ég var með og notaði grófa sandpappírinn til að hjálpa mér. Þegar þetta var orðið nokkurnveginn eins og ég vildi hafa þetta þá fór ég yfir þetta með fína sandpappírnum. En maður þarf að passa sig að pússa vel með þessum fína til að hann verði allveg sléttur og engar rispur eftir þjalirnar eða neitt.

Skref 7:
Ég gerði þetta sama og ég útskýrði í skrefi 6 nokkurnveginn á öllum böndunum. Þú byrjar bara á efsta bandinu, í mínu tilfelli var það band nr. 21 og vinnur þig niður að fyrsta bandinu. Þegar ég fór að komast í stærri böndin þá gerði ég það sama og á hinum, tók fyrst úr í miðju bandsins og rúnnaði svo af í hliðarnar með hinni þjölinni en notaði jafnvel stundum stóru þjölina til að hjálpa mér í að rúnna af.

Skref 8:
Þegar ég var búinn að taka allann hálsinn fyrir og hann var orðinn scalloped þá skoðaði ég hann betur og fór yfir með fína sandpappírnum. Eins og ég sagði áðan til þess að fullvissa sig um að það séu engar rispur. Þá þarf maður líka að laga hliðarnar á hálsinum sem eru nú orðnar hvassar. Ég notaði bara fína sandpappírinn til að pússa hliðarnar svo að þær verði mjúkar og góðar.

Skref 9:
Þetta er allveg að koma. Núna tók ég allt duft og allt sem var á hálsinum í burtu með pappír og það væri jafnvel gott að nota loftpressu til að blása öllu ryki og dufti í burtu. Ég gleymdi kannski að nefna það hérna áður en ég fór í Tónastöðina á Skipholti og keypti mér sérstaka olíu til að bera á hálsa. Þessi olía sem ég keypti heitir Dunlop 65 Ultamate lemon oil og það stóð Fretboard á hliðinni. Ég tók tape-ið af og setti þessa olíu á hálsinn, leyfði henni að síga inn í viðinn og bar þá aðra umferð og leyfði henni aftur að síga inn. Ég man ekki hvort ég hafi sett þriðju umferðina en ég gerði þetta bara þangað til að viðurinn var búinn að fá rétta litinn.

Skref 10:
Það sem mig langaði að gera var að bóna hálsinn og böndin þannig að þetta myndi gljá meira og líta betur út. Pabbi minn er blikksmiður og tók því hálsinn með sér í vinnuna og græjaði þetta fyrir mig, hann setti víst einhvert sérstakt vax eða eitthvað í viðinn sem gerði hann mjúkann og fínann. Og böndin glampa núna eins og aldrei áður. En þar sem ég fór svona djúpt í viðinn eins og ég sagði hérna áður þá hurfu inlays punktarnir nokkurnveginn en hann pabbi minn reddaði því líka og setti nýja punkta í.

Skref 11:
undir hálsinum eða parturinn sem lófinn á höndinni liggur þegar þú spilar var svolítið leiðinlegur eftir þetta vax eða hvað sem þetta var sem hann pabbi setti á þannig að ég notaði eitthvað þvottaefni til að þrífa það af (man ekki hvaða efni, það þurfti að vera eitthvað ákveðið efni í því) og pússaði það af. Núna var hálsinn mjög fínn og tilbúinn til að setja á gítarinn aftur þannig að ég skrúfaði hann bara aftur á og setti strengina í og prófaði.

Aukaskref fyrir Apollo gítara (þarft samt ekkert að gera þetta):
Þar sem ég ætla að taka þennan apollo gítar allveg í gegn þá myndi gítarinn ekki vera apollo lengur og því ætlaði ég mér að taka Apollo merkið af. Það sem ég gerði var einfalt. Áður en pabbi tók hálsinn með sér gerði ég þetta. Ég tók stilliskrúfurnar af og pússaði bara vel hausinn á hálsinum þangað til að merkið hvarf, en það er ekki nóg. Það verða bara rispur eftir og eitthvað og merkið sást ennþá ef ljósið skein úr ákveðni átt á hausinn. Ég hélt bara áfram að pússa þangað til að ég náði öllu lakkinu af en ég pússaði bara framan á hausnum þar sem merkið var. Svo þegar ég var búinn að taka það allveg af þá var og er ekki hægt að sjá að merkið hefði verið þarna. Núna er viðurinn opinn þar sem það er ekkert lakk til að loka honum þarna og ég á eftir að loka honum með lakki. Ég þarf örugglega að taka matt eða hálf-matt lakk til að loka honum þarna.

Ég vona að ég hafi ekki gleymt einhverju, en ef einhver annar finnur það þá er gott ef hann sá sami bendir á það fyrir mig, takk fyrir mig og ég vona að þetta hafi hjálpað eitthvað.

Það sem ég ætla að gera meira við gítarinn:
Ég hef sagt einhverntíman áður hérna á áhugamálinu að ég sé að gera Apollo gítarinn minn upp. Og mig langaði að segja aðeins frá því hvað ég ætla að gera fyrir þá sem eru kannski forvitnir.
Ég er núna búinn að gera hálsinn scalloped og svo er ég í því að skipta um pickuppa í honum, ég er búinn að setja einn Seymour Duncan Hot Rails pickup í bridge og einn í neck og ætla kannski að fá mér noiseless, vintage eða einhvern single coil í miðjuna. Svo ætla ég mér að pússa lakkið af bodý-inu og hafa hann þannig að það sést í viðinn, lakka svo bara glæru lakki yfir. En ef viðurinn er eitthvað ljótur þá kaupi ég mér bara gott bodý af warmoth eða eitthvað álíka. Því næst ætla ég mér að skipta um allt víradrasl og dót í honum, volume takka og allt svoleiðis, jackinputtið og það allt. Einnig ætla ég mér að skipta um pickguard og svo auðvitað að skipta um brú og stilliskrúfur. Ég er búinn að skipta um skrúfurnar eða hvað sem þetta heitir sem maður festir ólinna í, ég keypti mér nefnilega fyrir nokkru síðan KH-602 í Tónastöðinni. Ég setti straplok í hann og tók það sem var fyrir í honum og setti í Apollo gítarinn. Ég man ekki í augnablikinu hvað meira ég ætla að gera ef það er eitthvað meira. En ég ætla að skíra hann eitthvað annað og reyna að teikna eitthvað flott merki á hausinn á gítarnum og lakka yfir það.
Gítarinn er nú þegar ekki lengur Apollo og eftir þessar breytingar verður hann alls ekki Apollo lengur, langt frá því
…djók