Þetta er nú farið að ganga fulllangt, finnst ykkur ekki? Ef maður ætlar að kaupa sér almennilegan gítar á Íslandi geturðu ekki fengið hann fyrir minna en 100.000 krónur.

Stóru gítarframleiðendurnir eru orðnir of uppteknir af því að græða og þeir litlu eru of lélegir fyrir góðan gítarleikara.
Til dæmis þessi Special Faded sería hjá Gibson er alls ekki góð. Jú hún er heilmikið ódýrari en þú gætir alveg eins fengið þér Epiphone gítar fyrir sama verð sem er mun betri. Það sem þú ert að borga fyrir er lógóið á headstockinu.

Þeir Special Faded gítarar sem ég hef prófað hafa báðir haft háls þar sem fretin standa út af hálsinum og meiða beinlínis fingurna.
Þeir einu sem mér finnst hafa verið að gera góða hluti í þessu máli eru G&L sem eru að framleiða góða gítara á frekar lágu verði.

Ég er samt einn þeirra sem létu sig hafa það að kaupa Gibson þrátt fyrir hátt verð. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með gítarinn, þetta er sá besti sem ég hef spilað á, en hann kostar samt allt of mikið.
Samloka.