Hérna vil ég fá að fjalla aðeins um fyrirbæri sem kallast brotnir hljómar, eða eins og það heitir á ítölsku arpeggio og það nafn er það sem flestir nota (ég held að það sé allveg örugglega ítalskt, annars leiðréttið mig bara).
Ég hef kynnst því að það eru allnokkrir sem vita ekki einusinni hvað arpeggios eru og eru að sprja oft að því. Ég er ekki að segja að ég sé einhver sérfræðingur í þessu en ég kann þó eitthvað fyrir mér í þessum málum.
Einnig vil ég benda á að þið skulið bara endilega leiðrétta mig eða bæta einhverju við ef því er að skipta, en gerið það bara að vera ekki með neitt skítkast ef ég sagði eitthvað vitlaust, leiðréttið það þá bara. Takk fyrir.

*ATH* áður en þú ferð að pirrast eitthvað þá ráðlegg ég þér að copy-pastea töbin hérna fyrir neðan í notepad, því tab virkar ekki vel á huga.Hvað eru brotnir hljómar?
Ef maður veltir þessu nafni aðeins fyrir sér, “brotnir hljómar”, og pælir aðeins í því þá ætti maður að geta séð það að um er að ræða einhverskonar hljóma sem eru “brotnir”. Jæja, næst hugsarðu þá örugglega, “hvernig brýtur maður hljóm? hvað er eiginlega átt við með því?”. Jú það er átt við að einhver einn hljómur er valinn (hljómur myndi ef til vill vera eitthvað grip sem þið þekkið vel, t.d. C, G, E, A, D og hægt er að styðjast við “shape” þeirra eða “lögun”, en ég fer betur út í það á eftir) þessi hljómur sem þú velur er svo brotinn niður í smærri einingar, s.s. eina og eina nótu, og spilaður svo með því að spila hverja nótu fyrir sig.

Til dæmis má nefna grip sem allir sem spila og kunna eitthvað á gítar ættu að þekkja, það er Am. Fyrst skrifa ég niður gripið eins og þú heldur því þegar þú spilar það venjulega en svo brýt ég það upp og bý til brotinn hljóm.

Grip: Brotinn hljómur:

e|-0-| e|—————-0–5–0—————-|
B|-1-| B|————-1———–1————-|
G|-2-| G|———-2—————-2———–|
D|-2-| D|——-2———————-2——–|
A|-0-| A|-0–3—————————-3–0–|
E|—| E|—————————————|

Eitt verður maður alltaf að hafa í huga þegar maður spilar brotinn hljóm, og það er að spila aðeins eina nótu í einu. S.s. þú lætur nóturnar ekki hljóma saman heldur dempar þú eða sleppir nótunni sem þú varst að spila þegar eða helst áður en þú slærð á næstu nótu. Og ekki halda gripinu í sömu stellingunni allan tímann, þú þarft að dempa nóturnar og það er einmitt það sem þú þarft að gera í annarri arpeggíu sem ég sýni þér á eftir, og reyndar í öllum öðrum. Það skýrist þá bara betur á eftir ef þú ert ekki allveg að fylgja mér eftir.Hvað eru þessi svolkölluðu “shape” sem þú nefndir hér fyrir ofan?
Shape er bara enskt orð eins og flestir vita og þýðir einfaldlega lögun eða form. Það sem ég er að tala um er að þessi vinnukonugrip svokölluðu hafa ákveðin shape sem má nota á fleiri stöðum á hálsinum en bara á þessum “venjulega” stað þar sem gripin eru spiluð. Margir þekkja það að ef þið spilið þessi “venjulegu” þvergrip þá eruði einfaldlega að spila grip sem líta mjög líkt út og gripin E, Em og A, Am. Það er það sama og ég er að tala um hér, þessi “shape” eða form af gripunum eru tekin og færð upp hálsinn.

Sem dæmi tek ég hljóminn A og sýni hvernig shape-ið getur færst upp og niður, litið allveg eins út og A en heitir eitthvað allt annað! Einnig ætla ég að skrifa nöfnin á hljómunum fyrir ofan:

A (nú færi ég það ofar) B C D (þið sjáið að shapeið er það sama en hljómurinn heitir öðru nafni!)
e|–0————————2–3–5–|
B|–2————————4–5–7–|
G|–2————————4–5–7–|
D|–2————————4–5–7–|
A|–0————————2–3–5–|
E|————————————|

Það sama má gera með önnur shape, hérna ætla ég að sýna ykkur hvernig ég nota shapeið af hljómnum C og færi það ofar og spila hljóminn þar sem brotinn hljóm:

(hljómurinn E með C shape-i) (arpeggían E með C shape-i)
e|———–4————|————–4–7–4————–|
B|———–5————|———–5———–5———–|
G|———–4————|——–4—————–4——–|
D|———–6————|—–6———————–6—–|
A|———–7————|–7—————————–7–|
E|————————|———————————–|


Þannig að það er mjög gott að nota shape til að sjá fyrir sér arpeggíurnar, gott að sjá fyrir sér shapeið hvar sem er á hálsinum. Svo geturðu notað þessi shape og farið að leika þér að flétta þau saman og þar af leiðandi myndar arpeggíur og spila arpeggíur sem ná jafnvel yfir stóran hluta af hálsinum í stað bara lítils parts.Hvernig getur maður leikið sér við að “flétta” saman arpeggíurnar?
Það þarf ekki að vera erfitt, ekkert mál þegar þú nærð tökunum á þessu. Eins og þú veist örugglega þá hafa allir hljómar rót, fyrir þá sem vita ekki hvað það er þá er það nótan sem ákvarðar nafn hljómsins. Hljómur hefur vanalega rót, 3und og 5und; dúr hljómur hefur stóra 3und en moll hefur litla 3und. Svo eru auðvitað til allskonar fleiri hljómar.
En það sem við ætlum að gera er að hugsa okkur mismunandi shape og púsla þeim saman á hálsinum

Hér höfum við mynd af hálsinum, númerin fyrir neðan tab-ið segja til nr. á böndunum. ég tók Em shape-ið og skrifaði það með E, ég tók Cm shape-ið og skrifaði það með C, einnig tók ég Am shape-ið og skrifaði það með A og síðast en ekki síst tók ég Dm shapeið og skrifaði D fyrir það. Svo til að reyna að forðast allan misskilning þá skrifaði ég t.d. “C/D” þar sem nótur úr Cm shape-inu og Dm shape-inu lentu á sama stað.

Þarna sjáiði arpeggio skala í Am!

e|—|—|—|—|E/A|—|—|C/D|—|—|—|-A-|—|—|—|—|E/A|
B|-A-|—|—|—|-E-|—|—|—|—|C/D|—|—|-A-|—|—|—|-E-|
G|—|-A-|—|—|-E-|—|—|—|C/D|—|—|—|—|-A-|—|—|-E-|
D|—|-A-|—|—|—|—|E/D|—|—|C/D|—|—|—|-A-|—|—|—|
A|—|—|-A-|—|—|—|-E-|—|—|—|—|C/A|—|—|-A-|—|—|
E|—|—|—|—|-E-|—|—|-E-|—|—|—|-E-|—|—|—|—|-E-|
1 3 5 7 9 12 15 17

T.d. getiði gert eitthvað svona með hann (tölurnar fyrir neðan tabið eru fingurnir sem nota á (1 fyrir litlafingur, 2 fyrir baugfingur, 3 fyrir löngutöng og 4 fyrir vísifingur):

e|——————–12-17-12———————|
B|—————–13———-13——————|
G|————9-14—————-14-9————-|
D|——-7-10————————–10———-|
A|—–7———————————-12-7—–|
E|-5-8—————————————–8-5-|
1 2 1 1 2 1 3 2 1 4 1 2 3 1 2 4 1 2 1


Og svona er hægt að leika sér með þetta fram og tilbaka. Þarna sjáiði dæmi um arpeggíu sem fer allaveganna lengri part af hálsinum en t.d. fyrsta arpeggían sem ég skrifaði niður.


Mig langar að geta spilað arpeggios hraðar, er einhver tækni til þess?
Jú það er til ákveðin tækni sem kallast “sweep”. Þetta virkar þannig að þú ert ekki að “picka” strengina þannig séð heldur ertu að “sweepa” nöglinni yfir strengina eða réttara sagt rennir nöglinni yfir strengina á meðan þú gerir arpeggíuna með hinnu hendinni. Samt sem áður koma oft tvær nótur á sama streng og þá þarftu að “picka” strenginn og halda svo áfram að sweepa. Ég skal koma með dæmi um þetta hérna fyrir neðan í TAB. Ég skrifa niður arpeggíu í Em og ég ætla að skrifa (þar sem ég get ekki eða kann allaveganna ekki að skrifa þessi tákn sem notuð eru í alvöru á tölvuna) N eða U fyrir ofan hverja nótu til að gefa til kynna hvort það eigi að slá á strenginn niður eða upp.

N N N U N N U N U U N U U
e|—————–7–12–7—————–|
B|————–8————8————–|
G|——–4–9——————9–4——–|
D|—–5——————————5—–|
A|–7————————————7–|
E|——————————————|

Þetta er allaveganna fyrsta arpeggían sem ég lærði að sweepa í.

Svo auðvitað verðurðu að hafa í huga ef þú ætlar að auka hraðann að byrja hægt og auka svo hægt og örugglega hraðann. Það er mjög gott að nota taktmæli (metronome) það er eitthvað sem allir gítarleikarar og bara hljóðfæraleikarar yfirhöfuð ættu að fjárfesta í. Þú getur notað taktmælinn til að æfa hraðann, byrjar í einhverjum litlum hraða sem þú ræður við segjum t.d. um c.a. 66 eða svo. Það sem þú átt að gera að spila aðeins eina nótu á slag og svo þegar þú ert orðinn góð/ur í því þá hefurðu hraðann óbreyttann en spilar tvær nótur á slag og svo þegar þú ert búinn að ná tökum á því þá ferðu í 3 nótur á slag og svo 4 og svo í 6 nótur á slag og svoleiðis æfirðu hraðann. Þú gætir prófað að vinna þig hægt og rólega upp í 4 nótur á slag og svo kannski aukið hraðann um svona c.a. 8 bpm og svo þegar þú ert búinn að ná þeim hraða mjög vel þá eykurðu hraðann aftur um 8 bpm.
Það er líka gott að setja sér markmið fyrir daginn. Þú segir kannski “ég ætla að fara upp í 100 bpm” eða eitthvað álíka og svo reynirðu að ná markmiðinu og þú skalt æfa hraðann eins oft og þú getur, helst á hverjum degi og setja þér markmið því þá smátt og smátt verður þetta auðveldara og auðveldara þangað til að það er bara eins og að drekka vatn, þ.e.a.s. þú þarft varla að hugsa mikið um það því þú gerir það bara.

Svo er ein önnur æfing sem er góð til að æfa arpeggíur og hún er svona:

e|———-4-7-8-5—————–4-7-8-5————|
B|——–5———6————-5———6———-|
G|——4————-5———4————-5——–|
D|—-6—————–7—–6—————–7——|
A|–7———————8-7———————8-7–|
E|—————————————————–|

Þú spilar C shape arpeggíu og færir hana svo hálftóni ofar eins og sést hérna fyrir ofan og svo aftur niður. Þú getur líka prófað að færa hana lengra upp, en þetta er mjög fín æfing og þetta hljómar líka fjári vel ef þetta er spilað hratt.


Jæja, þá er þetta nokkurnveginn komið, ég vona að ég hafi ekki gleymt neinu en ef svo er látið mig bara vita. Annars vona ég einnig að þið getið notið góðs af þessu og hafið lært eitthvað sem þið getið notað.
…djók