Hérna fyrir neðan eru nokkrar reglur sem ég hef heyrt héðan og þaðan um hvað skal skoða við gítarinn þegar þú kaupir gítar. Ég minni líka á að reglurnar eru ekki settar upp í neinni sérstakri röð, þetta er bara svona random.

1. Taktu gítarinn og haltu honum þannig að þú getir horft niður hálsinn og gáðu hvort að eitthvað band standi uppúr. Því ef að eitthvað band stendur uppúr þá getur skrölt mjög leiðinlega í strengjunum og getur bara einfaldlega orðið hálf leiðinlegt að spila á gítarinn.

2. Ýttu ofaná einhvern streng, kannski best að nota neðsta strenginn (djúpa E), s.s. ýta strengnum ofaná böndin, ekki á milli bandanna, á tveim stöðum. T.d. heldurðu strengum niðri á 3 bandi og svo með hinni hendinni á 15 bandi eða svo (passa að það sé nógu langt bil á milli) og þá geturðu sér hvort hálsinn sé boginn, strengurinn á að vera örlítið frá strengjunum en alls ekki of mikið.

3. Renndu puttunum með hliðum hálsins og hafðu um 45° halla á puttunum þannig að þú rennir fingurgómunum eftir böndunum á hliðum hálsins, passaðu að þau standi ekkert út eða meiði þig.

4. Ef það er hægt að sjá í viðinn í hálsinum (ef hálsinn er ekki t.d. svartur) þá áttu að passa þig að sjá hvernig æðarnar liggja í viðnum. Til þess að það sé minni hætta á því að hálsinn vindi uppá sig þá eiga grófari æðarnar að vera við miðju hálsinis uppúr og niður og fínni æðarnar eiga að vera við hliðarnar.

5. Einnig er gott að skoða actionið (hversu hátt strengirnir eru stilltir) og sjá og spurja hvort það sé ekki örugglega mjög gott, því það getur skipt mjög miklu. Þetta fer samt eftir smekk, margir jazz gítarleikarar vilja hafa svo lítið action að það væri varla hægt að smeygja nögl á milli strengjanna og hálsins. Einnig eru margir sem spila þungarokk sem vilja lítið action, en allt er þetta smekksatriði.

6. Þú getur skoðað hvort gítarinn sé ekki allveg örugglega rétt tune-aður innbyggt. Ef hann er það ekki þá geturðu tune-að gítarinn allveg rétt en samt heyrir maður að eitthvað er ekki rétt, og hann er aðeins falskur. Þú leggur fingurgóminn réttsvo ofaná 12 band á gítarnum, bara laust (ekki halda strengnum niðri á milli bandanna heldur ofaná 12 bandi), til að framkvæma harmónískan tón. Síðan heldurðu niðri sama streng á tólfta bandi, bara allveg eins og þú værir að spila þessa nótu, og sérð hvort tónninn sé allveg sá sami, ef hann er það ekki þá er gítarinn falskur innbyrgðis. Þessir tónar eiga að vera nákvæmlega allveg þeir sömu á öllum strengjum, því að 12 band á að vera nákvæmlega í miðjunni á strengnum. Hægt er nú samt að laga þetta með smávægis stillingum niðri á brúnni, ef þú ert að kaupa gítar og skoðar þetta, allt annað er fínt nema þetta þá biðurðu þá bara að gjöra svo vel og laga þetta.

Þessar reglur gilda samt sem áður ekki bara fyrir gítar heldur þarf að skoða þetta líka ef þú ert að kaupa bassa.

Þetta eru nokkrar reglur sem ég man allaveganna eftir, ef þið vitið fleirri reglur þá bætið þið þeim bara við.
…djók