Gamalt og gott Ég var að spá í hvað sé að verða um öll þessi gömlu góðu hljóðfærin. Ég tók fyrst eftir því að það vantar góð hljóðfæri þegar ég var að leita að delay. það er til fullt af ágætum digital delayum en engir sem jafnast á við gömlu analog og tape delayana. Svo þegar ég var að leita að magnara fannst mér ekki nóg úrval af góðum lampamögnurum að vísu eru til slatti af góðum fendermögnurum en þeir eru flestir of dýrir fyrir mig og sömu sögu er að segja um vox og gibson magnarana. Að lokum fann ég samt magnara sem passa fyrir mig eins og peavey classic, epiphone galaxie og nokkra aðra. Ástandið er nú samt ekki svo slæmt það er ennþá til heill hellingur afgóðum hljóðfærum en miðað við þróunina síðustu áratugi er framtíðin ekki björt ef þetta breytist ekki verður allt orðið digital áður en við áttum okkur á því. Oft er það meir aðsegja þannig að ef maður vill fá eitthvað alvöru þá verður maður helst að kaupa það notað.

Ef við snúum okkur aftur að delayonum þá skil ég ekki út af hverju það er ekki framleitt meira af analog og tape delayum því alla vegana mundi ég frekar fá mér boss dm-2 en boss dd-5.

Kannski er ég bara að bulla kannski eru miklu fleiri sem vilja digital heldur en eitthvað annað en þetta er bara mín skoðun á þessu máli.