Ég var að velta því fyrir mér hvort það gæti ekki verið gott að hafa tvö áhugamál annars vegar klassisk-hljóðfæri og hins vegar Popp-hljóðfæri. Staðreindin er sú að klassiskir hljóðfæraleikarar eru yfirleitt ekki að tala um effekta, vá-vá petala eða hardwear, sorry en þeir eru yfirleitt að pæla í mun fáaðari/klassiskari hlutum heldur an meðal poppari. Þannig að þá geta þeir rætt saman um sín áhugamál á meðan að popparar tala saman um sín.

Hvernig væri svo að breita korka flokunum.

Í staðin fyrir að vera flokkaðir sem:
Almennt um hljóðfæri
Óskaðu eftir eða auglýstu
Elektrónísk hljóðfæri

Þá mætti flokka niður
Streinja hljóðfæri
Slagvarks hljóðfæri
Keybords hljóðfæri
Önnur hljóðfæri

Þannig að allir sem spila á bassa og gítara geta þá spjallað saman um effekta, trommarar um trommudrasl o.s.fr.

Endilaga gagnrínið þið hugmyndina í klessu og latið ykkar skoðun í ljós.
Stafsetningarvillur eru í boði hússins.