Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvað fólk er að spá með tónlist nú til dags?? Maður labbar niður í bæ og spyr fólk hvort það hafi áhuga á tónlist? Ef að fólk segir já þá spyr maður aftur : “á hvað hlustar þú”? Þá fær maður að vita það að Korn og Limp Bizkit séu bestir. Það getur vel verið að sumir séu að hlusta á þetta en ég þori að veðja að 75% þeirra sem að hlusta á svona útvarps popp/rokk séu bara að gera þetta til að fylgja hópnum. Ef að fólk hefur á annað borð einhvern áhuga á tónlist af hverju reynir það ekki að finna eitthvað við sitt hæfi?? Segjum að þú hittir manneskju sem að segist fíla Jim Morrison þá er það í lang flestum tilfellum Light my fire sem er uppáhalds lagið þeirra. Þetta er rugl Doors voru snillingar og light my fire var lélgasta lagið þeirra, enda samdi Jim Morrisonn það ekki. Það er það sama með Nirvana. Allir vita hvað Smells like teen spirit er og Nevermind platan en ég sem Nirvana fan finnst þetta vera bæði lélegasta lagið og légasta platan þeirra. Hvernig stendur á þessu???