Jæja allir, nú er kominn tími á það að gera þetta almennilega og skulum við skrásetja niður hér hvert okkar “official rig” er. ;) Maður hefur tekið eftir því að fólk er að starta einvherjum svona litlum póstum he´r og þar á korkunum til að koma af stað umræðu um þetta en mér einhvern veginn finnst það aldrei hafa verið gert almennilega. Þess vegna vonast ég eftir því að hugarar taki sig saman og sendi inn svar og segi okkur frá sínum græjum, og endilega ef að þið eigið myndir setjið þá “linkinn” inná póstinn með listanum yfir ykkar dót. Endilega látið líka fylgja með lista yfir það dót sem er á innkaupalistanum hjá ykkur.

Ég ætla þá bara að smella niður mínum græjum og færa þetta hér með í ykkar hendur.

Gítarar:
Gibson Les Paul Studio
(vínrautt baby sem er eins og hugur manns)
Washburn Dimebag Darrell Signature Model 332
(þetta er án efa einn suddalegasti rokkgítar sem hefur verði framleiddur)
Veracruz Acoustic
(Þetta er gítar sem að frændi minn Eyþór Þorlákson (gítarleikari og kennari) lét smíða fyrir mig á spáni af litlu workshopi sem heitir Veracruz og er staðsett í bænum Fungerola(held það sé stafað þannig). Þarna hefur hann látið smíða handa sér marga gullslegna gítara sem hann hefur notað í gegnum árin)

*Effektar: (í réttri röð frá gítar í magnara)
Vox Volume Pedal
Vox V847 WahWah
Electro Harmonix Big Muff Pi (USA)
Ibanez TS7 Tubescreamer
Boss Chromatic Tuner
Amp channel Switcher for channels:
(A.Clean B.Phaser C.Delay+Reverb D.SweepEcho+Phaser)

Magnari:
Line 6 Spider II 212 (stilltan á fender twinverb emulation)

*Tubescreamerinn er ég alltaf með kveikt á í minimal keyrslu og með eins lítilli bjögun og hægt er til að fá þetta fína “ofkeyrslu” lampa sound í magnarann. og keyri síðan ofaná það Big Muffinn til að fá þetta niðurskorna fuzzaða Muse sound.


Innkaupalistinn minn:
Electro Harmonix Micro-Syntheseizer
Roland VG-88 með GK2 divided pickup


Hananú, þetta er svo sem allt og sumt sem ég hef. Endilega komið með greinargóða lýsingu á ykkar “rig”.


Rokk og Ról!