Í lagardagsblaði moggans(31.3) er grein sem fjallar um æfinga húsnæðið sem er í Mjölnisholti, og deilurnar milli fólksisns sem býr í nágrenni við húsnæðið og eigananda þess. Þetta er eitt af fáum æfingahúsnæðum fyrir hljómsveitir hér í borg,og er ég viss um að það kæmi sér illa fyrir marga unga tónlistarmenn ef æfingarhúsnæðum fækkar enn frekar.
Ég skil reyndar málstað fólksins sem vill húsnæðið í burtu mæta vel. Það er örugglega ekki gaman að búa þarna í nágrenni við húsið.
Málið er hinsvegar að það þyrfti kanski ekkert að standa í þessum deilum ef borgaryfirvöld myndu sýna hljómsveitum einhvern skilning og útvega aðstöðu til æfinga fyrir hljómsveitir. Það ætti alveg að vera hægt að fá eitthvað hús( hjólabretta gaurarnir fengu hús). Þess vegna þurfum við hljómsveitar fólk að sameinast og koma af stað undirskrifta lista og fá alla til að skrifa undir. Svo förum með listan til yfirvalda og krefjumst aðgerða.