Þessi grein er aðalega ætluð bassaleikurum, þar sem að sett af bassastrengjum kostar 3-7 þúsund kall, en gítarleikarar láta sig frekar hafa það að kaupa nýtt sett (einnig er ég ekki viss um að þetta virki fyrir gítarstrengi, en einhver gæti prufað og sagt mér niðurstöðuna)

Jæja. flestir bassaleikarar vita að strengir verða oft daufir eftir því sem þeir eldast/eru meira nótaðir, og það er doltið dýrt að splæsa í bassastrengjum einusinni í mánuði eða svo. Þannig að einhverjum snjöllum datt einhvertíman í hug að sjóða strengina sína. og viti menn, það virkar :)

ég ætla að útskýra hvernig er best að gera það, til að þið gerið ekki eitthvað ógáfulegt við að prufa :P



Þig byrjið á að taka strengina úr bassanum ykkar, en athugið að takið aldrei fleyri en 2 strengi í einu (miðast við 4 strengja bassa) því að það fer illa með hálsinn að losa um spennuna sem strengirnir valda á honum.

Nú þegar þið eruð búin að taka 2 strengi úr, sækiði pott, og hálf fyllið hann (sama hvað hann er stór) af vatni. (potturinn má ekki vera of lítill)

Setjiði pottinn svo á heita eldavélarhellu (eða prímus eða hvað svosem þið notið vanalega til að sjóða vatn) og leifið vatninu að byrja að sjóða

Vefjið strengnum eins og hann er þegar maður fær hann í pakkanum (upprúllaður, þvermálið svipað og á geisladisk)

Þegar vatnið er byrjað að sjóða, setjið strengina (ég set 2 í einu, en megið taka hven streng fyrir sig ef þið viljið) ofaní pottinn (passiði að allur strengurinn sé ofaní vatninu, notið eitthvað áhald (ég notaði grillpinna) til að ýta honum ofaní) og kveikjið á klukkunni.

Látið strengina sjóða í 7-10 mínútur, og takiði þá pottinn af hellunni, og náið strengjunum uppúr (ekki setja kalt vatn ofaní pottinn til að kæla vatnið til að geta stungið hendinni ofaní.. notið eitthvað áhald) og leggið þá í beina línu á bekk eða borð (þeir fara sjálfkrafa í nokkuð beina línu, þannig það er ekki mikið mál)

Svo þegar það er óhætt að koma við strengina (þið verðið að komast að því sjálf hvenar það er) takiði þá bréf, og þurkið þá og leyfið þeim svo að kólna í u.þ.b. 10-20 mín. (fer eftir hvað þið lifið lengi án þess að spila á bassann :P)

EF AÐ STRENGIRNIR ERU SETTIR Í MEÐAN ÞEIR ERU ENÞÁ HEITIR GETA ÞEIR SLITNAÐ ÞEGAR ÞEIR KÓLNA

Þegar strengirnir eru orðir kaldir (jafn kaldir eða kaldari en þeir sem eru í bassanum) setjiði strengina í bassann, og stillið þá tveimur heiltónum neðar en venjulega (G verður E, D verður B, A verður F, E Verður C) og

Takiði hina strengina úr og gerið það sama.

Leyfið bassanum svo að bíða í amk 10 mínútur, stilliði hann svo eins og þið viljið og spilið (verið í magnara til að heyra muninn.. hjá mér var Treb-ið miklu meira)

Hverja strengi er ekki ráðlagt að sjóða oftar en tvisvar.

best er að sjóða strengina einusinni í mánuði, og kaupa nýja strengi á 3 mánaða fresti (sjóðiði þá gömlu strengina einusinni enn og geymiði til vara)



Vonandi getiði notað þetta eitthvað, og ég vil líka benda á að oft stendur í User Guide sem fylgdir með bössunum (eða ætti amk að gera það) hvernig á að stilla hnetuna, brúna, hæðina á pickuppunum o.fl. sem getur verið mjög sniðugt að gera af og til :)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF