Skreyting á gítar eða bassa og smá trix líka Að mála gítar

Það sem þarf:

Einhverskonar skafa til að skrapa lakkið af.
Nokkuð fínn sandpappír.
Graffiti sprey í þeim lit sem þið viljið mála hljóðfærið.
Módelmálningu í öllum regnbogans litum.
Glært Lakk.
Meðalstór pensill.
Mjög lítill pensill.


1. Takið strengina úr gítarnum og allt annað hardware af eða látið plast yfir það.

2. Skrapið allt lakk af og pússið gítarinn svo að ekkert standi uppúr.

3. Takið graffiti sprey og spreyið gítarinn og leyfið að þorna.

4. Þegar hann er þornaður má byrja að skreyta hann með því að mála margar litlar myndir af öllu mögulegu á hann með litla penslinum. Gott getur verið að pæla í því hvaða myndir maður ætlar að hafa og æfa sig að teikna þær.

5. Svo lakkar maður yfrir það allt þegar það er þornað kannski svona tvær þrjár um ferðir.

6. Þegar það er þornað má setja hann aftur saman eða taka plastið af og byrja aftur að rokka.


Trix

Þetta trix er fyrir þá sem að eiga erfitt með aðhalda gripi á gítarnöglunum á meðan þeir spila og missa þær í tíma og ótíma.
trixið er að gera gat á nöglina með gatara fyrir miðju sirka 2,5 mm frá efri brúninni. þetta á að auka gripið þónokkuð. Ef að þú ert ennþá alltaf að missa hana skaltu taka smá kennara tyggjó og troða í gatið og klessið sitthvoru megin. Believe me þetta virkar.

Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.