Ég var að koma frá London í dag og fór þar smá hljóðfærabúðarúnt.

Á Denmark street eru einhverjar tíu hljóðfæraverslanir og nokkrar aðrar í kringum það svæði. Sjálf Denmark street er ekki nema bara 200m löng og ekkert nema tónlistarbúðir og svona töff pöbbar. Þetta voru svona litlar grams búðir, bæði nýtt og notað þar, mjög gott úrval og mikið af stöffi sem ekki er hægt að fá hér, t.d. Mesa Boogie, Hiwatt, Laney og Orange magnarar og Zvex effektar. Verðin þarna voru því miður of svipuð verðunum hérna heima til að ég keypti mér eitthvað að ráði. Ég keypti mér bara Smokey amp sem er pínulítill gítarmagnari sem er í sígarettupakka, mjög töff, getið séð hann á http://www.smokeyamps.com.

Eftir að hafa rölt Denmark street fór ég í Virgin Megastore sem er þar rétt hjá og þar í kjallaranum rakst ég á Sound Control sem er risastór hljóðfæraverslun þar sem þú getur fengið næstum því allt sem þér dettur í hug. Ég hef aldrei séð eins mikið samansafn af gíturum og mögnurum á einum stað. Klassa búð með góðri þjónustu, ekkert mál að fá að plögga sig í eitthvað og rokka. Starfsmennirnir voru bara eitthvað að djamma þarna :)

Ég mæli eindregið með því að þeir sem eru á leið til London og hafa einhvern áhuga á hljóðfærum að taka sér svona hálfan dag í það að allavega rölta þarna um og skoða sig um.