Langar til að prófa selló! (og/eða fiðlu) Hæ! - Þið þarna! Ég skrifaði hérna í þeirri veiku von um að einhver gæti hjálpað mér smá!

Sko málið er að ég er rosalega hrifinn af hinu vanmetna hljóðfæri selló! Enn ég kann varla að lesa nótur, kann bara aðeins að spila á pianó (eins og krakki), enn kann ekkert á strengja-hljóðfæri eða hvað þá blokkflautu, enn mig langar samt alveg rosalega til að prófa selló (eða fiðlu). Eitthvað við selló sem heillar mig alveg rosalega. Enn ég veit ekkert hvort það væri akkurat hljóðfærið fyrir mig. Svo mig langar fyrst að prófa einhverstaðar áður enn ég borga einhverja formúu fyrir, hvort sem er kennslu eða hljóðfæri. Ef einhver gæti bennt mér á einhvern sem kennir á svona eða hvar ég get kynnst hljóðfærinu betur, segið mér þá frá því!

p.s. Ef ykkur fynnst lítið til selló koma hlustið þá á lög eins og Brainbug með Nightmare eða Metallica-lögin sem Apocalyptica (t.d. Nothing else matters).