Ég hef verið að pæla og spögilera í því á hvaða hljóðfæri væri erfiðast að æfa á. Ég æfi á píanó og er búin að æfa í 3 ár er á 4. ári. Ég spila líka á pákur og slagverk í lúðró. Ég get spilað nokkra hljóma á´gítar (C, am, em, G, D, E, F) og smá á bassa. Ég get ekki spilað á blásturshljóðfæri, einfaldlega því að ég hef engan grunn í því. Aftur á móti er systir mín snillingur á horn, hefur sérstaka hæfileika til þess að spila á horn og hefur ótrúlega gott tóneyra.

Ég og sytir mín höfum að vera að rífast um hvvort að erfiðara sé að spila á píanó

Píanó: Þú þarft að ýta niðuir priki til þess að fá nótu. Aftur á móti þarftu að geta sérhæft hendur og fætur sem er erfitt og tekur það mikinn tíma að læra

Horn: Þú þarft að skapa nótuna. Þú þarft að búa til nótuna og hafa gott tóneyra. Aftur á móti þarftu bara að nota þrjá fingur og sérhæfa tunguna.

Gítar: Þvergripin eru erfið. Ég veit ekkert um hvernig er að búa til melódíu en það er alveg örugglega ekkert erfiðara en að gera melódíu á fiðlu.

Slagverk: Haldatakti.co.uk Það er ógeðslega erfitt að halda takti á bassatrommu, kúabjöllu eða tambúrínu. Þú ert kannski að gera það saman í 50-100 takta og það er ei skemmtilegt. Þú getur hægt á allri hljómsveitinni! ekki sniðugt:Z

Á hvaða hljóðfæri heldurðu að sé erfiðast að æfa á ?


Fantasia