Violoncello II Halló!
Ég fékk frekar góðar viðtökur út af hinni greininni um cellóið svo að ég ætla að skrifa svolítið meira:
Sellóið kom fyrst fram á sviðið á sextándu öld og var litið á það sem meðlim fiðlufjölskyldunnar. Cellóið hefur breyst frá því í upphafi - t.d. hvað varðar stærð, því í dag er það dálítið minna en í fyrstu. Algengt var með hljóðfærasmiði að synir lærðu af feðrum sínum og listin hélst í fjölskyldunni kynslóð eftir kynslóð. Frægast fiðlu- og sellósmiður sögunnar allra tíma er efalítið Antonio Stradivari og það hafa verðveist eitthvað á bilinu 20 - 30 celló eftir hann. Verla þarf að taka fram hversu verðmæt þau eru.

Sellóið telst til bassahljóðfæra, en tónn hærri strengjanna getur þó orðið mjög bjartur.

Hljóðfærinu er haldið milli fóta þegar spilað er á það og neðst á því er járnpinni dreginn út og hann heldur hljóðfærinu uppi (pinninn er eini hluti cellósins sem snertir gólf). Eins og ég sagði í hinni greininni er spilað á það með boga en eiinig er hægt að plokka í strengina og þá myndast hljóð sem er ekki mjög ólíkt kassagítar eða kontrabassa.

Í sínfóníuhljómsveitum í dag eru oftast um 6 - 12 celló. Ef ég ætti að nefna tvo íslenska cellóleikara eru þau frægustu Gunnar Kvaran og Bryndís Halla Gylfadóttir.

Nafnið á cellóinu (sem sagt violoncelló ) merkir nokkurnvegin litla stóra fiðlan.

Til eru mjög margir fallegir cellókonsertar (þegar eitt til tvö celló spila laglínuna og hljómsveit undir) t.d. eftir Vivaldi og fleiri, enn annars eru cellóin oft bara með einfalda, djúpa línu í sinfóníum.
Kv. Hibi