Hef tekið eftir því hve lítið berst af greinum hérna svo ég ákvað að skrifa eina(fyrir utan allt upplýsingaflæðið frá Immerser og þakka ég honum fyrir það)

Pöntuninn: Nú er það þannig að hljómsveitar meðlimir hljómsveitar minnar og ég vorum að panta okkur hljóðfæri af music123 (ætla nú samt ekkert að fara að tala um hana). Ég pantaði mér Acoustic/electric gítar sem var á 50 prósent útsölu og auk þess var dollarinn í 70,22 kr og kostaði gítarinn 149,99 dali held ég. Þetta er svartur Aria gítar og lítur hann mjög vel út og fær góða dóma (það er að segja það sem ég hef lesið) . Með honum pantaði ég gítartösku og eyrnatappi því ekki vil ég missa heyrnina. Bassaleikari hljómsveitarinnar keypti sér Ibanez kassabassa/electric , svartan á 330,99 dali og tösku. Svo keypti hann sér einnig Digitech chorus Bassa effect á litlar 6000 þús krónur og ég held að hann sé í kringum 15 þúsundin hérna þannig að mikið var sparað í þeim kaupum(auk þess keypti hann sér eyrnatappa :P ).Hinn gítarleikari hljómsveitarinnar keypti sér Metal Master effectinn frá Digitech og fékk hann hann á 4500 kall held ég(held hann sé líka um 15 þús. hérna). Trommarinn keypti sér Mapex Doublekicker á einhverja 142,99 dali og svona jass bursta (kjuða eða hvað sem þetta kallast). Svo fékk hann sér eyrnatappa einnig sem er mjög gott áður en það byrjar mikið að suða í eyrum manns. Sendingar kostnaður var um 5000 kall á mann þannig að það var alveg hellings afsláttur á þessu dóti. En þá er ég með spurningar: Hvað er þetta oftast lengi að koma til landsins með flugi (pantaði þetta á sunnudaginn sem var sá 18 held ég)?
Og er þetta sent alveg upp að dyrum?

Hljómsveitin: Hljómsveit mín ber nafnið Fobia, borið fram fóbía (og ég veit alveg að það er skrifað phobia bara nettara svona :P ) Var hún stofnuð af Trommara okkar Antoni og Arnari gítarleikara og söngvara þann 23 eða 28 maí man ekki hvað þeir sögðu(ekki spurja mig afhverju þeir vita þetta upp á dag). Þá var með þeim strákur kallaður Simmi en var hann fljótlega rekinn (eftir um það bil 2-3 vikur). Var þá hringt í mig af Arnari og ég var beðinn um að koma niður í æfingarhúsnæði þeirra og spila með þeim. Við æfum í bílskúr hjá Antoni og þetta æfingarhúsnæði er nú bara orðið rækalli nett. Við erum með allt teppalagt og erum búnir að eggjabakkaleggja 1/4 af veggjunum(erum að fara kaupa svona 400 til 500 stykki) Ok, en hvað með það. Ég fór að spila með þeim og svo fékk ég inngöngu í hljómsveitina. Við höfum alltaf spilað frumsamin lög en þau fyrstu voru hræðileg, við erum fyrst núna farnir að spila eitthvað sem kallast tónlist enda þarf að þróa stíl sinn og svona og samræma þá :P. Um mitt sumarið fór okkur að vanta bassaleikara og bað ég þá að taka Jóa bekkjarbróður minn (og adda því við erum líka bekkjarbræður) í prufu. Þá átti hann bassa,var reyndar nýbúinn að fá hann en hafði lítið spilað á hann því mótorhjólið hans gekk víst fyrir. Fyrst um sinn var mæting hans léleg en nú mætir hann á hverja einustu æfingu. Núna fyrir jól tókum við þátt í Höfrung í Hafnarfirði og lendum í 4-5 sæti (Addi eða Jói talaði við dómarana og spurði hvaða sæti við hefðum lent í ). Þá var Addi söngvari en er nú hættur sem söngvari(hætti reyndar rétt fyrir Höfrng en söng samt í Úrslitunum). Einbeitum við okkur nú að því að semja lög og leita að nýjum söngvara . Ég gleymdi víst að nefna það að við spilum rokk

Meðlimir: Arnar Bjarki , fyrrum söngvara en er nú gítarleikari. Á hann eitt stykki 50 w sterio Galien Krueger Magnara (held þetta sé rétt skrifað). Spilar hann á Ibanez gio 40 og Epiphone les paul special 2. Hann er ekki byrjaður í neinu gítarnámi.

Anton : Trommari, byrjaði í námi hjá einkakennara í sumar og spilar hann á Stagg trommusett með remo og evans skinnum og solar diskum (Evans á snerlinum, Remo á hinum nema á Bassatrommunni þar er upprunalega skinnið)

Jói: Bassaleikari hljómsveitarinnar, átti Apollo Bassa fyrst og Laney120 w bassamagnara. Svo núna fyrir svona tveimur mánuðum fékk hann Ibanez Ergodyne bassa og hefur honum farið mikið fram frá því hann fékk bassann fyrst. Er hann nú örugglega að fara að byrja í gítarskóla Ólafs Gauks og búinn að taka inntökupróf og allt.


Hafsteinn Þór: Lead gítarleikari hljómsveitarinnar(ég), Spila ég á 15 ára gamlan Marina Byrjendagítar sem ég fékk frá frænda mínum og bráðum Aria stálstrengjagítar :)
Tengi ég mig í 50 w Novanex magnara sem ég keypti frá gítarleikara hljómsveitarinnar Gizmo honum Óttari (held að hann gangi undir nafninu fender hér á huga er samt ekki viss), allavegana reynist sá magnari mér mjög vel og vil ég þakka honum fyrir þetta stykki . Ég er á fimmta ári í Tnlistarskóla Hafnarfjarðar í klassísku gítarnámi hjá Þresti Gítarkennara sem er bara snillingur.

Takk annars bara fyrir mig og hvet ég fólk til að fara að skrifa fleiri greinar. Vona að spurningum mínum í byrjun greinarinnar verði svarað fljótt.