Lagastuldur hjá Green Day !?! Kæru samhugar,
Eins og þið vitið kannski er verið að hóta að kæra Green Day þessa dagana.
Það er verið að tala um að Warning sé stolið. Breskur rokkari að nafni Colin Merry segir að Green Day sé að stela lagi sem hann á, og gaf út með hljómsveit sinni “The other Garden” árið 1997. Karl-andskotinn vill fá allan hagnaðinn af smáskífunni og meira en 10 millj. íslenskra króna í skaðabætur. Aðal rifrildið er um að bassalínurnar eru nánast eins. En þá var Colin bent á að hann hefði í raun stolið bassalínunni úr gömlu Kinks lagi. Þá segist Colin aldrei hafa heyrt það fyrr en að honum hafi verið bent á þetta og að bassalínan sé ekki jafn lík hjá Kinks og hjá Green Day. Auðvitað neita Green Day öllum ásökunum en ef þið hlustið á þetta takið þið eftir hvað lögin eru óhugnanlega lík.

Ég læt hér fylgja með nöfnin og basstöbin. Endilega skellið ykkur á NApster og check-ið á þessu.

(þið fyrirgefið ef þetta er eitthvað vitlaus bassi ég er að flýta mér)

The Kinks - Picture Book
The Other Garden - Never Got the chance
Green Day - Warning

WARNiNG TAB (A)

G:——————————————
D:—————-4-5-5-4——————-
A:——–4-5-5-7———7-5-5-4———–
E:–5-5-7————————-7———

NEVER GOT THE CHANCE (líka í A)

G:——————————————
D:—————-4-5-5-5-4—————–
A:——–4-5-5-7———–5-5-5-4———
E:–5-5-7———————————–

PICTURE BOOK (er í raun í e en það er þægilegra að bera þetta saman í A)


G:————————-4-5-5-4-3——–
D:—————-4-5-5-7——————-
A:——–4-5-5-7—————————
E:–5-5-7———————————–


takið eftir að fram að 10 nótunni er þetta alveg eins layout en breytist svo örlítið á þeirri 11.


súpernóva
_____________________________