Hljóðfærið mitt Hljóðfærið mitt er 82´ Morris Telecaster sem pabbi minn keypti árið 1989 af Halla “gulltönn”. Á meðan mamma mín var í prófum dundaði pabbi minn sér við að skrapa lakkið af gítarnum taka annan pikköppinn úr (rhythm) og setja hinn á ská. Þar sem að þetta er Fender eftirlíking þá þurfti pabbi að sparsla í gítarinn þar sem rhythm pikköpinn var(pælið í því). Þegar hann var búinn að því spreyjaði hann gítarinn gulan og skreytti hann gítarinn með alls kyns myndum svo sem hjarta inn í eldi, hjarta sem á stendur ROCK´N´ROLL og ör í gegnum, indíána að reykja pípu og til að kóróna allt stendur Handverk þroskaheftra ofan á honum. Síða keypti mamma hvíta Ernie Ball ól og teiknaði á hana með svörtum túss.


Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.