Alltaf vantar greinar inn á þetta áhugamál, svo hér kemur ein.

Ég ákvað að tína til nokkra íslenska diska sem ég á og athuga hvernig íslenskum rokkhljómsveitum tekst til að blanda blásturshljóðfærum í tónlist sína.
Ég valdi nokkra góða diska og svo c.a. eitt lag af hverjum disk.

Úlpa - Mea Culpa
Magnús Leifur, söngvari og gítarleikari Úlpu, spilar bæði á básúnu og trompet á disknum. Ég veit að hann lærði á básúnu og var meðal annars í Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, en hvort hann lærði einhvern tímaa á trompet er ég ekki viss um.
Lag 1. Málverk
Í laginu kemur kafli þar sem básúnan spilar létt stef nokkrum sinnum í gegn, svo kemur stuttur kafli þar sem bassinn spilar einn og svo kemur básúnan og hinir aftur með.
Básúnan spilar sama stef en með tilbrigðum, góð uppbygging.
Úlpu tekst vel til og fá þeir hrós fyrir það.

Sofandi - Ugly Demos.
Ádisknum leikur trompetleikarinn Eiríkur Gauti Kristjánsson.
Ég kannast ekki við hann svo ég lítið frætt ykkur um hann.
Lag 2. Yellow Curtains.
Lagið byrjar á einfaldri hljóðfæraskipan, þ.e.a.s bassa, gítar og trommum. Textinn er sunginn í gegn og þegar lagið er um það bil hálfnað kemur trompetinn inn í og söngurinn hættir.
Trompetinn blandast vel inn í lágstemmda tónlist Sofandi og skemmtilegt er samspil trompetsins og gítarsins í laginu.
Gott hjá þeim drengjum.

Múm - Yeterday Was Dramatic, Today is OK.
Á disknum leikur klarínettuleikarinn Helga Björg Arnardóttir.
Hún stjórnaði yngri lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þegar slagverksferill minn var að byrja og kunni ég ágætlega við hana, mjög góður klarínettleikari.
Ef ég veit rétt er hún í námi en ég lofa því ekki
Lag 3. There is a number of small things
Lagið er, eins og flest lög Múm, lágstemmt og fallegt.
Klarínettið kemur þó ekki inn í lagið fyrr en frekar seint, en gefur laginu skemmtilegann tón og blandast vel inn í skemmtilega hljóðfæraskipan Múm. Lagið endar svo á klarínettspili.
Bar ágætt hjá Múm.

Múm - Loksins erum við engin.
“Eiríkur Orri blés í trompetið sitt í nokkrum lögum”, stendur í hulstri disksins.
Þar sem Múm-meðlimir gefa ekki upp eftir nafn Eiríks, verð ég að giska á að þetta sé trompetleikarinn Eiríkur Orri Ólafssonm, sem meðal annars hefur leikið með Tónaflokknum.
Lag 4. Ekki vera hrædd, þú ert bara með augun lokuð.
Inni í mijðu lagi kemur trompetinn inn í og endurtekur nokktum sinnum einfallt stef yfir skemmtilegt undirspil.
Þetta fer mjög vel saman og lagið gott í heild.

Stafrænn Hákon - Skvettir edik á ref
Á disknum leikur Básúnuleikarinn S. Töddi eða Stafrænn Töddi, því að á disknum eru allir stafrænir.
Veit ég lítið um þann ábyggilega ágæta mann.
Lag 10. Safi.
Eins og tónlist Stafræns Hákons er róleg og slakandi, er þó oft mikil uppbygging sem minna mann tvímannalaust á eðalsveitir á borð við Godspeed You! Black Emperor og Do Make Say Think.
Mikil uppbygging er ríkjandi á dsiknum og ekki er breyting á í Safa. Básúnan kemur inn í miðju lagi og leikur vel valdna frasa undir gítarleik og öðrum hljóðum.
Diskurinn er vel gerður og ekki eyðileggur S. Töddi stemmninguna.

Og að lokum…

Sigur Rós - Ágætis Byrjun.
Sigur Rósar menn hafa ekki verið þekktir fyrir að tala mikið um hlutina, og inni í hulstri Ágætis Byrjunar stendur m.a. “Sammi og Snorri brössuðust”. Þetta er eiginlega galli að fá ekki að vita meira um gestaspilara disksins.
Vissulega kemur þó upp í hugann nafnið Samúel Jón Samúelsson, sem er einna helst þekktur fyrir Söng, básúnu- og slagverksleik í hinni stórgóðu hljómsveit Jagúar.
Ekki veit ég hver hinn ágæti tronmpetleikari Snorri er.
Lag 4. Ný Batterí.
Fyrsta mínútan í laginu er aðeins leikin af þeim “Samma og Snorra”.
Svo kemur bassinn inn í, þá söngurinn og loks trommusláttur Ágústs trommara. Þeir Samúel og Snorri leika undir laginu einhverja tóna hljómanna og gera það bara mjög vel. Þeir byggja lagið vel upp og gefa því skemmtilegan blæ. Og eins og í byrjun lagsins enda lagið með blástri.
Vel gert hjá Sigur Rós.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

takk fyrir mig…
…sonur úlfhilda