Það er alltaf gaman að skrifa skoðanakannanir, en ef fólk ætlar að gera slíkt þá skal gera það rétt!
´Mér þykir það sárt að sjá góðan vin hlunnfarinn og þannig líður mér nú, Baldvin var ekki meðal hinna útvöldu! Eins og feiti strákurinn með hækjurnar í grunnskóla sem aldrei var valinn í fótboltaliðið situr baldvin eftir með sárt ennið í hóp “Hinna útskúfuðu”. Hann var ekki valinn, hann mátti ekki vera með.
Þessvegna ætla ég að segja ykkur hvað er uppáhaldshljóðfærið mitt :)
Uppáhaldshljóðfærið mitt er Baldvin skemmtarinn. Hans gullöld var um 1980 og minnir yndislegur dósahljómur manns alltaf á brauð með osti.
Baldvin hefur fjölmarga innbyggða takta s.s. samba, pop, conga og margt fleira.
En Baldvin er meira en bara hljóðfæri, Baldvin er góður vinur.

Ég veit að það eru fleiri þarna úti sem eru sam´mála mér, og gaman væri að heyra í fleiri Baldvinvinum !

p.s. til að heyra baldvin í verki má geta þess að lagið “Das boogie auf Die Neu Millenium” með Pezkallinum sem finna má á árshátíðardisk MR er næstum allt gert með sömplum úr klassískum Baldvin!