Trompet Ég ákvað að setjast niður og semja grein um trompetinn þar sem það er allt of lítið af greinum um önnur hljóðfæri en gítara og bassa. Skemmtið ykkur vel :)

Trompetinn þróast út frá veiðhornum fyrri alda. Á miðöldum var hann oft notaður þegar kalla þurfti fólk saman, t.d. í hernaði og við konunglegar hátíðarsamkomur.
Trompetar þess tíma höfðu náttúrulega enga takka en til þess að gera trompetleikurunum kleift að spila fleiri tóna var stundum sett lengri baula milli munnstykkisins og hljóðfærisins.
Þetta hafði þann ókost að það tók svolitla stund að skipta um baulu.
Trompetinn er til í ýmsum gerðum. B-trompetinn er algengastur og hentar best fyrir byrjendur.
Aðrar algengar tegundir eru C, D, Es og Pikkóló trompetar. Munurinn á þessum hljóðfærum er lengdin sem gerir tóninn misbjartan eftir stærð hljóðfæranna.
Minni trompetarnir (D, Es og pikkóló) eru einkum notaðir til að spila eldri trompetkonserta og nútímatónlist.
Pikkólótrompetinn, sem er minnstur, er helmingi styttri en B trompetinn og hljómar því miklu skærar.

Trompet er mikið notaður í jass- og popp tónlist og er því mjög fjölhæft hljóðfæri.
Frægir trompetleikarar síðustu aldar eru t.d. Louis Armstrong og Miles Davis í jasstónlistinni og Maurice Andre í klassíska heiminum.


Kveðja,
Smileforme
————————————————-