Jæja mig langar að segja ykkur frá mínum dekraða bróður!!!
Ég er að klikkast á honum hann er yngstur á heimilinu og er núna 11 ára. Fyrir svona 4 árum fékk hann áhuga á að læra á gítar ok allt í lagi með það því Pabbi er mikill gítar maður og kann mikið á gítar.
Svo hann fer að læra á gítar. það pirraði mig ekki
Fyrir svona 3 árum langaði hann að læra á píanó þá keypti pabbi píanó ekki ekta heldur svona hljómborð sem er með 100 lögum á sem maður getur séð hvernig á að spila þau. Mér fannst það allt í lagi því mig sjálfa langaði að læra á píanó. Og það pirraði mig ekki nema þegar hann þurfti alltaf að spila þegar ég var að horfa á sjónvarpið þar sem píanóið er nú í stofunni.
Fyrir svona 1 ár síðan langaði bróðir mínum að læra á rafmagnsgítar því það var flottara en venjulegur. Pabbi fer á epay og kaupir þennan flotta gítar og svona tæki með sem maður getur spilað allskonar flotta tóna. Veit því miður ekki hvað það heitir. Allt í lagi með það.
En í sumar eigst áhugi hjá litla bróður og langar honum í trommusett ekta. Og læra á þær. Foreldrar mínir voru að fara í heimsókn til systur minnar sem býr útí Danmörku og sér pabbi trommusett á epay í Þýskalandi. Þau keyra þanngað og kaupa það. Þetta er mjög flott trommusett að gerðinni Premier rosa blátt og fallegt en þetta er að gera mig brjálaða. Ok í fyrstu var það í stofunni og ekki batnaði það því það er komið inn í herbergið hans sem er hliðiná mínu og þurfa að vakna við þetta kl 11:30 á sunnudögum. Og er hann að læra á það núna ég meina það hvað verður það næst ég spyr.
Pabbi skilur þetta svo vel því hann hafði áhuga á þessu þegar hann var lítill og var alltaf í hljómsveit en var í bílskúr.

Og langar mig að fara að flytja út vekna háfaða. Er þetta eðlilegt? Og á þetta heima í heimahúsum????