Eitt sinn hafði ég engann áhuga á tónlist og hlustaði þá og gerði bara mikið af “tónlist” í mixman studio.. Nú lít ég um öxl og hugsa. fjárinn að hafa ekki uppgötvað tónlistina fyrr.. árin sem ég hef misst úr.. liðin 2 ár síðan ég byrjaði að glamra á bassa og gítar og velta þessu öllu fyrir mér. Einn dag í félagsmiðstöðinni óðal í borgarnesi var ákveðið að stofna hljómsveitarklúbb. Ég náttla bara skipti mér ekki af því. Svo kom ég inní herbergið þar sem var búið að stilla upp öllu dótinu, meðal annars þessum bassa. Svartur að lit. Ég sem hafði aldrey séð svona með berum augum fyrr, starði á gripinn og velti honum nett fyrir mér.. Maður að nafninu Orri sem er í bandinu Ulric hér í nesinu sagði mér að taka upp bassann og sjá hvernig mér litist á hann. Ég gerði nú eins og hann sagði og fann enkvern sérstakann straum flæða um mig allann.. Máttur hljóðfærissins er öflugur. Ég vissi nú hvernig þetta var notað og byrjaði að gera eitthvað.. Það var alls ekki slæmt. Allir hafa örugglega fengið þessa tilfinningu sem að maður fyllist sjálfsöryggi og getur allt ef maður bara vill það.. Þessi tilfinning var svo ótrúleg að ég gat ekki sleppt þessu, svo var mér boðið að vera veð í bandi, en ég kunni ekkert. Allir hinir kunnu á eitthvað. Þarna stóð ég og fylgdist með öllu. Ég lærði alltaf meira og meira. Eftir nokkra sirka 2 mánuðu ef ég man rétt spiluðum á æskulýðsballinu hér í borgo og tókst það vel fyrir.. Núna í dag er ég ekkert það slæmur ef ég má segja það sjálfur og ég vona að þið fáið öll sömul að heyra eitthvað frá mér…. Munið bara nafnið Bjarni Freyr Björgvinsson. Sárt var að fatta hvað maður var seinn að byrja, en ég hafði nú spilað á eitthvað áður með aðeins minni áhuga. Píanó, blokkflautu, tölvur. Nú er tölvutónlist ógeðsleg og rokkið lifi.

svona er lífið, þá meina ég lífið er tónlist
lærðu að læra og kenndu svo það sem þú kannt