Stökkpallur Það væri nú litið gaman að stunda hjólasportið ef það væru engir stökkpallar til að slasa sig á.
Sjálfur var ég mikið í vandræðum þegar ég var að byrja að gera stökkpalla, reyna að finna mál og teikningar á netinu en fann aldrei neitt. Það er líka þannig að það eru ekki til nein sérstök mál af því hvernig á að gera góðan stökkpall, þetta fer allt eftir því hversu brattan/aflíðandi þú vilt hafa hann, stærð ofl
Hérna ætla ég að taka þig í gegnum nokkur þrep að því hvernig á að gera góðan stökkpall.

Fyrsta skref er að afla sér efni og áhalda í að gera pallinn. Krossviðplata (hún þarf að vera þunn og sveigjanleg, ekki samt svo þunn að hún muni brotna þegar þú hjólar á pallinn!). Svo þarftu að fá þér spýtur til að gera undirstöðuna. Sjálfur notaði ég 2“x4“ og 2“x3“ að mig minnir, en það skiptir ekki öllu máli, bara að þær séu nóg og sterkar en það er heldur ekki gott að pallurinn sé kannski 100kg á þyngd. Skrúfvél og skrúfur eru nauðsinlegar til að setja allt saman. Sjálfur mæli ég ekki með að negla pallinn saman því þá mun hann liðast í sundur en skrúfurnar halda mikið betur. Svo er það bara þetta venjulega sög, málband og blýantur.

Jæja þá byrjum við á að gera pallinn, og það fyrsta sem við gerum er botninn. Þegar við verum að gera botninn erum við líka nokkurn veginn að ákveða hversu brattan og breiðan við ætlum að hafa pallinn. Það er mjög mikilvægt að styrkja botninn með spýtum inn á mill eins og sést á myndinni.

Núna erum við kominn á næsta skref og það er að ákveða hversu hár/lár og brattur/aflíðandi pallurinn á að vera. Góð regla er að byrja á að hæsta þrepið og vinna sig svo niður á við. Það skiptir máli að vanda sig við þetta því við viljum hafa pallinn góðan og jafnan. Ef eitthvað klikkar td: við áætlum að hafa pallinn of aflíðandi eða eitthvað í þá áttina getum við reddað okkur mjög einfaldlega með því að setja kubba undir til að hakka hann upp. Ef við höfum gert hann og brattan sögum við bara smá af honum. Svo er komið að því að saga smá halla í undirstöðurnar til að platan leggist vel upp að.

Nú er þetta farið að líta helvíti vel út hjá okkur og við sögum út kubba sem passa akkúrat á mill undarstaðanna. Svo festum við þessa kubba við undirstöðurnar efst, alveg slétt við.
Þá er komið að því að styrka þetta nú allt saman svo að þetta endist eitthvað lengur. Það eru tveir staðir sem er mjög gott að styrkja og það eru hliðarnar og framparturinn. Þá ætti þetta að vera orðið alveg helvíti flott og það eina sem þú átt þá eftir að gera að er skella plötunni ofan á þetta allt saman svo þetta fari nú að lýta almennilega út.

Nú ætti pallurinn að vera tilbúinn og þú getur farið að stökkva og æfa trikk, stíl ofl.

Gangi þér vel!