Bremsur er eitthvað sem nær yfir svo mikið af hjólum og margar gerðir af bremsum að það er nánast ómögulegt að ná að covera þetta allt í einni grein, eitthvað hlýtur að gleymast :)

En ég ætla að reyna að ausa út úr mér öllu sem ég veit um bremsur, hvort sem það eru diska eða ekki, vökva eða víra, fram eða aftur, bmx eða downhill :)

Byrjum á þessu…
Bremsur eru litlu tækin nálægt gjörðunum sem valda því að þú hægir á þér (duh).

Einhverjar vinsælusutu bremsurnar hafa verið “V-Brakes”, en þær eru þannig að tveir armar eru festir á stellið, og á þeim eru bremsupúðar, sem þegar bremsað er, snerta gjörðina og hægja á manni. Þetta er allt framkallað með bremsuvírum, sem ganga frá bremsunni upp í “leverinn” , sem er bara bremsuhandfangið sjálft, þar togar maður með vogarafli í vírinn, sem hreyfir til bremsuarminn.
Þessar bremsur hafa verið hvað vinsælastar á flestum gerðum af fjallahjólum, allt frá cross country og upp í downhill hjól. Bremsukrafturinn er góður, og hægt er að stjórna bremsuaflinu nokkuð vel.

En svo komu diskabremsur, fengnar úr mótorkrossheiminum. Þær eru einfaldlega þannig að maður er með “caliperið” sem er bremsan sjálf, þar eru pressur, oftast 2, en til eru bremsur með 4 eða 6 pressur. Á pressurnar eru svo bremsupúðarnir festir, og á gjörðinni er svo diskurinn. Diskar fyrir hjól þurfa ekki að vera jafn stórir og breiðir og á t.d. mótorhjólum enda um minni hraða og minni bremsuafl að ræða, þar af leiðandi eru diskar á hjólum frá 4 og upp í 8 tommur, en 9 og allt að 12 tommu diskar eru til fyrir sérstakar bremsur og gaffla. Þessi gerð af bremsu gefur manni í flestum tilvikum talsvert meiri bremsukraft, og maður getur stjórnað kraftinum betur. Einnig er endingin mjög góð, og þetta gefur líka möguleika á sérstökum disc gjörðum, sem eru sterkari og þurfa ekki að vera með þessum bremsu hliðum fyrir V-Bremsur, einnig geta þær líka haldið lit og verið með stickera og þannig bling ;)

Önnur gerð af diskabremsum eru svo vökvabremsurnar. Þær eru toppurinn í gæðum og kraft, enda kosta þær líka sitt :) Hér höfum við allt annað batterí, þar sem allt kerfið er lokað og er stjórnað með bremsuvökva, og í staðin fyrir að toga í vír, þá er maður að setja þrýsting á vökvan sem skilar sér svo út í pressurnar og ýtir þeim á diskinn.
Viðhald er svolítið furðulegur pakki, því að ef bremsan virkar, þá virkar hún, punktur. Það er voða lítið til að tjúna, en á sumum bremsum er hægt að stilla púðastöðu (Juicy 7) ofl. En svo þegar eitthvað klikkar þá þarf að fara að bleeda, losna við loft og skipta um vökva, sem í hreinskilni sagt eru fáir á íslandi sem geta, og þá eru hjólabúðir ekki undanskyldar takk fyrir.
Vökvabremsa býður upp á langmestann bremsukraft, en aðallega þá hefur maður muuun betri stjórn á bremsunni. Þar kemur inn í svolítið sem kallast á ensku “modulation”…

Modulation er hugtakið yfir að hafa áhrif á hversu mikinn kraft maður leggur í bremsuna. Þetta er einfaldlega gert með því að taka annað hvort lausar eða fastar í handfangið. Bremsa sem hefur gott modulation getur bremsað hratt og auðveldlega án þess að læsa dekkinu, og býður líka upp á að maður hafi nóg pláss á levernum til að hafa áhrif, þessu getur maður tekið eftir ef handfangið getur auðveldlega farið alla leið inn að stýrinu, en það þarf alls ekki að þýða að hún sé léleg, nema náttúrulega hún sé bara illa stillt. Maður finnur fyrir þegar púðinn snertir annað hvort diskinn eða gjörðina, og ef maður getur tekið vel í, eftir að maður finnur fyrir þessu, þá hefur bremsan gott modulation. Bremsa sem hefur lélegt modulation er þar sem handfangið stoppar mjög auðveldlega eftir að púðinn snertir, og mjög erfitt er að halda áfram að toga.
Þetta er þó alls ekki ókostur, og í sumum tilfellum er gott modulation heldur ekki kostur. Í aðstæður þar sem maður þarf að geta læst bremsunum auðveldlega, svo sem í street, dirt jump og BMX, þar er gott að hafa bremsu með lítið modulation, alveg eins og gott modulation er kjörið í freeride, XC, all mountain og sérstaklega downhill.

BMX bremsur eru oftast í formi “U-bremsa” en þær eru voða svipaðar v-bremsum fyrir utan að þær passa mun betur inn fyrir BMX stell, og eru voða lítið fyrir. Það er nú ekki mikið að segja um þessar bremsur fyrir utan að bremsukrafturinn er oftast aðal vandamálið.
Það má leysa með ýmsum aðferðum. Sumum finnst króm gjarðir gefa betri kraft. Kool Stops púðar einsog Eagle2 eru þekktastir í bremsupúðum, gefa mikinn kraft. Svo er alltaf hægt að redda hlutunum, sticky vökvar á gjörðina svo sem kók, mountaindew og flest gos, ásam áfengi og ýmsum hreinsivörum hafa verið vinsæl aðferð til að gefa mun betri kraft í smá tíma, meðan efnið helst á gjörðinni.

Tja, þá er ég bara búinn, tómur, kláraður og farinn að fá mér pítsu :P Endilega látið vita ef eitthvað vantar eða er vitlaust :)