2005 Marzocchi 888 RC
200mm
Rebound, Compression, Preload stillingar
$1149 MSRP
Extreme Freeride/Downhill


Já þennan er maður búinn að eiga núna í einhverja 14 mánuði, og búinn að nota hann ansi mikið, kominn tími á review.

Til að byrja með þá kom mér óvart strax og ég skellti honum undir hjólið hversu næmur hann er og hvað hann gefur mikið eftir. Marzocchi mæla með 30% SAG, og ég er með í kringum 20% á mínum, sem er bara nokk þægilegt.
Komandi af Drop Off Triple, þá var þetta heldur betur breyting, hann dempar hvað sem er, hvort sem það er smá bunga í grasinu eða smásteinn á götunni :)
Þetta er semsagt freeride dempari í orðsins fyllstu merkingu, hann er þungur, gríðarlega sterkur, saggar mikið, dempar mikið, basicly allt mikið :) DH demparar eins og t.d. Boxxer demparar, og FOX 40, eru flestir gerðir til að dempa mun minna við litla hluti, og eru stífari og ekki jafn næmir, allavega ekki í byrjun dempunar, þetta er allt gert til að gera demparann betri í að rúlla yfir hluti og halda hraða, frekar en að éta í sig allt sem á vegi er, og þar af leiðandi hægja talsvert á hjólinu, einsog 888 gerir :)

En þar sem ég er mest í þessu drop/freeride/dirtjump/general huck þema, þá tel ég þetta vera hinn fullkomna fork fyrir mig, ég spái ekkert í þeirri staðreynd að hann er 250-500 grömmum þyngri en samkeppnin, og ég er bara að fíla að hann sé svona sensitive og dempi upp í 150 mm bara við að droppa kanski hálfann meter ;)
Demparinn er svoldið í hærri kantinum, og er total hæð hans meiri heldur en í flestum dempurum, allavega er hann hærri en Boxxer, 40, Dorado og ýmsir aðrir. Þar af leiðandi fylgir stundum (sumir þurfa að kaupa sér) með sérstakur 888 integrated stemmi, sem festist beint á efsta crownið. Þessi stemmi er ofur lítill og hjálpar þessvegna til við að lækka total hæð demparans.

Stillingarnar eru ekki af verra taginu heldur, sem RC demparinn, þá hefur hann Rebound og Compression stillingar, stillanlegar utan frá, og einnig hefur hann Preload stillingu að innan.
Reboundið kom mér strax á óvart, en það er einver 24 click ef ég man rétt, það kallar maður nákvæmni :) Það nær alveg frá svo rosa miklu reboundi að demparinn kemst varla upp aftur eftir að maður dempar, og alveg niðrí það lítið að hann skoppar upp, frekar óþægilegt í venjulega notkun. En mér finnst þetta bara flott, afhverju ekki að geta farið of hátt og of lágt? Ég segi því meiri stilling, því betri stilling :)
Compressionið er ekki beinlínis það sem aðrir myndu kalla Compression, þetta er meira svona Bottom out protection. Þetta segi ég út af því að þessi stilling hefur bara áhrif á síðustu 2 tommur fjöðrunarinnar, það er að segja þegar demparinn er heldur betur nálægt því að slá saman :) Ef maður er með þetta í botni (sem ég geri eiginlega alltaf) þá er nánast ómögulegt að slá saman, nema maður hafi dempararnn óhóflega mjúkann :) En svo er líka hægt að slökkva á þessu, með því að minnka alveg í botn.
Preload stillingin er að innan, þannig að maður þarf að skrúfa báðar skrúfurnar ofan á stöngunum til að komast að henni. Þetta eru 2 “c-clip”, 1 hvoru megin, sem festast á eina af 3 mögulegum stillingum, sem halda niðri gorminum. Þetta er einfaldlega til að ýta gorminum niður, semsagt gera hann örlítið stífari. Ég hef tekið eftir því að með mína gorma þá eru þeir svolítið lausir þegar ég hef í mýkstu stillingunni, og hættir til að heyra smá gormahristingshljóð, einsog eitthvað sé laust inní demparanum. En það held ég sé bara út af gormastífleikanum sem ég hef, stífari gormar gera þetta kanski ekki…

Bottom line, er að þetta er geggjaður freeride og huck/drop dempari, gerður til að láta misnota sig. Enda er hann gerður eftir Monster, þessir 2 demparar eru nánast eins, eitthvað örlítið meiri “tækni” í 888-inum, en aðal munurinn er að 888 er mun minni og mun léttari, eins konar lite útgáfa af Monster, fyrir þá sem eru ekki í því að droppa 5-10 metra ;) Ég myndi mæla með þessum sem top class dempara fyrir alla sem hafa gaman af því að leika sér á hjólinu sínu, en þetta er ekki beinlínis þessi DH race dempari sem sumir leita eftir, og ef ég væri að skella saman góðri DH maskínu myndi ég skoða Boxxer, Travis, 40, eða Dorado frekar.

Endilega spurjið ef þið hafið fleiri spurningar varðandi 888, ég hef örugglega gleymt einhverju í þessum greinaskrifum, sökum lélegs minnis kinda.