2005 Kona Stinky
$1900 MSRP
Entry level freeride/downhill

Jæja þá er maður búinn að eiga þetta í góða 15 mánuði, og telst ágætlega review-hæfur :)

Upp úr kassa er þetta hevy svalt hjól, og hefur allt sem gott freeride/byrjanda downhill hjól þarf, dualcrown dempari, vökvadiskabremsur, góð afturfjöðrun, og nóg af áli til að þola allt!

Hjólið höndlast rosalega vel í freeride, og þegar maður er búinn að venjast því er það rosa gott í dirt jump, og bara að huckast út um allan bæ. Í downhill liggur það ekki jafn vel og þessi stóru DH hjól, en við því má ekki búast við hjóli með 7" afturfjöðrun sem er gert til að fíflast á :)Samt sem áður hefur það gagnast mér rosa vel í öllum mínum downhill ævintýrum, og ég tel að það sé bara hörkugott upp að vissu marki, þegar menn eru farnir að sérhæfa sig í downhill.
En nóg um það, í dirt jump og að droppa er það skemmtilegt þegar maður hefur náð tökum á fjöðruninni, og nær að nýta hana í stökkin, það er hægt að lenda illa, overshoot-a og allt það á þessu, bara gaman :)

Afturfjöðruning finnst mére góð í það sem hún er gerð í. Ég hef þurft að hafa gorminn svoldið stífann, en hún er ekki jafn progressive eins og mörg dýrari hjólanna. En þetta finnst mér bara gott, þetta tekur allt pedalbob og orkutap þegar maður er að hjóla og hjólið gagnast meira í að stökkva frekar en að rúlla bara yfir allt sem það sér.

Partarnir sem komu á því eru mjög góðir fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, en það eina sem ég var að skipta út til að fá fílinginn í hjólið var framdemparinn. Drop off triple er góður dempari en ég var bara alltaf að slá honum saman, og bara engin tækni í honum. Skipti honum út fyrir 888 RC, og þá var kominn taktur milli fram og afturdemparans, og hjólið orðið einsog það á að vera :)
Eins og margir vita þá er ég búinn að skipta út bókstaflega öllu nema sætisstönginni, keðjunni og auðvitað stellinu. En það er nú ekki bara útaf mig vantaði betra stuff, hah miðað við mína hæfileika þarf ég voða voða fátt af þessu drasli :) En bremsurnar voru með þessi hefðbundnu Hayes lekavandamál og ég fékk bara nóg, fékk mér einar þær bestu á markaðnum, Hope. Sveifarnar, pedalarnir, stýrið, hnakkurinn, dekkin, höbbarnir og teinar hafa allt verið breyingar í hita augnabliksins, skipt út fyrir Prophet hjólið eða skipt á pörtum við aðra, þannig að ekki má segja að það sé bara eintómt drasl á hjólinu!! :D

Í lokin vil ég segja að Kona Stinky er gott hjól fyrir byrjendur í extreme hluta hjólreiðanna yfirleitt, hvort sem það er í freeride, downhill eða dirt jump. Í mínu tilfelli keypti ég hjólið þegar ég var að byrja í þessu fyrir alvöru, og núna er staðan að ég er með flesta af bestu pörtum á markaðnum, og ennþá á sama stelli, ekki slæmt :)

Gott:
Endist lengi
Góðar gjarðir
Lítið um brake-jack
Vel balancað í freeride og dirt jump
DHX

Slæmt:
Drop off triple
Slappar bremsur fyrir þá óheppnu
Engin ofur DH græja
Svolítið þungt stellið